„Ófeigur Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dequeue (spjall | framlög)
Ný bók: Biscayne Blvd
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ófeigur Sigurðsson''' (fæddur [[2. nóvember]] [[1975]]) er [[Ísland|íslenskt]] [[ljóðskáld]] og [[rithöfundur]]. Fyrsta ljóðabók hans, ''Skál fyrir skammdeginu'', kom út árið [[2001]] hjá sjálfsútgáfuforlaginu Nykri. ''Handlöngun'', kom út undir merkjum [[Nýhil]] árið [[2003]], en hann átti einnig ljóð í safnritinu ''Ást æða varps'' sem Nýhil gaf út [[2005]]. Sama ár kom út fyrsta [[skáldsaga]] hans, ''Áferð'', hjá forlaginu Traktori á Vestfjörðum. Árið [[2006]] kom síðan út ljóðabókin ''Roði'' í bókaflokknum ''Norrænar bókmenntir'', einnig hjá Nýhil.
 
Bókin ''LjóðProvence í endursýningu'', sem kom út árið [[2008]] hjá Apaflösu, var gefin út í handunnu bandi og ætluð sem virðingarvottur við [[Sigfús Daðason]] [[ljóðskáld|skáld]]. Kom hún út í 50 númeruðum eintökum. Seinna sama ár kom ''Tvítólaveizlan'', fimmta ljóðabók Ófeigs, út hjá Nýhil útgáfunni.
 
Árið [[2009]] gaf Ófeigur út bókverkið ''Biscayne Blvd'' hjá Apaflösu ásamt listamanninum Magnúsi Árnasyni. Bókin var búin til úr silikoni og því vatnsheld. Hún var gefin út í minningu Geirlaugs Magnússonar, skálds, sem sjálfan hafði dreymt um að „búa til vatnshelda buslu-Heimskringlu handa Snorra í lauginni.“<ref>[http://groups.google.com/group/ljodlist/browse_thread/thread/4c046babe689ec78?pli=1 Apaflasa kynnir: BISCAYNE BLVD]</ref> ''Biscayne Blvd'' var gefin út í aðeins 30 eintökum og vegaði hvert eintak um 2 kíló.