Munur á milli breytinga „Forverar Sókratesar“

ekkert breytingarágrip
 
[[Mynd:Anaximander.jpg|thumb|right|135px|[[Anaxímandros]] frá Míletos]]
'''Forverar Sókratesar''' (stundum kallaðir forverarnir, forsókratísku heimspekingarnir, frumherjar grískrar heimspeki eða frumherjarnir) eru þeir [[Heimspekingur|heimspekingar]] nefndir sem voru að störfum í [[Grikkland]]i fyrir daga [[Sókrates]]ar (469-399 f.Kr.) eða störfuðu innan þeirrar hefðar þrátt fyrir að sumir þeir yngstu hafi verið samtímamenn Sókratesar. Stundum eru [[fræðarar]]nir (sófistarnir) taldir með forverunum til hagræðingar í umfjöllun en fræðararnir tilheyrðu samt ekki sömu hefð.
 
==Heimspeki forveranna==
===Náttúruspekin í Jóníu===
[[Mynd:Anaximenes.png|thumb|left|75px|[[Anaxímenes]]]]
Fyrstu heimspekingarnir komu fram í [[Grikkland|grísku]] borgunum í [[Jónía|Jóníu]] í [[Litla Asía|Litlu Asíu]]. Fyrsti heimspekingurinn er venjulega talinn vera [[Þales]] frá [[Míletos]]. Hann mun hafa haldið því fram að allt væri vatn og að allt væri fullt af guðum.
 
 
===Herakleitos===
[[Mynd:Heraclitus%2C_Johannes_Moreelse.jpg|thumb|right|130px|[[Herakleitos]] frá Efesos eftir [[Johannes Moreelse]]]]
[[Herakleitos]] fæddist í borginni [[Efesos]]. Hann þótti torskilinn og myrkur í máli. Herakleitos taldi að heimurinn væri sífellt að breytast og stæði aldrei í stað. Þessu lísti hann með dæmi um mann sem stígur fæti í rennandi á. Herakleitos sagði að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána því að í ánni væri sífellt rennandi nýtt vatn. Að baki breytingunum er þó stöðugleiki sem Herakleitos kallar ''lögmálið'' (''logos''). Herakleitos valdi eldinn sem táknmynd lögmálsins og því er oft sagt að hann hafi haldið því fram að allt væri eldur.
 
 
===Eleumenn===
[[Mynd:Sanzio_01_Parmenides.jpg|thumb|right|130px|[[Parmenídes]] frá Eleu]]
Á grundvelli greiningar á sögninni „að vera“ leiddi Parmenídes rök að því að ekki væri til neinn mismunur og þar með væru hreyfing og breyting einungis tálsýn. Fornmenn sjálfir álitu rök Parmenídesar sýna að tilraunir fyrstu heimspekinganna (Þalesar, Anaxímandrosar, Anaxímenesar) til þess að finna einhverja ''eina'' uppsprettu sem útskýrði margbreytileika heimsins væru dauðadæmdar. Í kjölfarið komu fram ''fjölhyggjukenningar'' sem áttu að koma til móts við Parmenídes að einhverju leyti.