Munur á milli breytinga „Hið íslenska bókmenntafélag“

Bætti við kafla um lærdómsritin
(Tengill)
(Bætti við kafla um lærdómsritin)
 
Hið íslenska bókmenntafélag er elsta starfandi félag á landinu. Um skeið var [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jón Sigurðsson]] (f. 1811, d. 1879) forseti þess og festist það við hann og er hann þess vegna jafnan kallaður Jón forseti.
 
==Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags==
Frá árinu [[1970]] hefur bókmenntafélagið gefið út ritröðina Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags. Í ritröðinni eru sígild fræðirit og önnur fræðileg rit sem þykja framúrskarandi góð. Flest eru ritin þýðingar úr erlendum málum en einnig eru nokkur íslensk rit. Lærdómsritin voru um margt nýlunda í íslenskri bókaútgáfu, ekki síst vegna ritstjórnar ritraðarinnar og þeirrar ritstjórnarstefnu að hver þýðing skyldi lesin yfir af minnst tveimur sérfróðum mönnum. Ítarlegur inngangur er að hverju riti og skýringar aftanmáls. Ritin eru nú orðin 61 talsins og koma nokkur rit út árlega.
 
Stofnandi ritraðarinnar var [[Þorsteinn Gylfason]] sem ritstýrði henni til ársins [[1997]]. [[Þorsteinn Hilmarsson]] aðstoðaði við ritstjórn lærdómsritanna frá [[1985]] og var aðstoðarritstjóri [[1989]]-[[1997]]. [[Vilhjálmur Árnason]] tók við ritstjórninni [[1997]] en núverandi ritstjórar eru [[Ólafur Páll Jónsson]] og [[Björn Þorsteinsson]].
 
==Tengill==