„Jón Steingrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jón Steingrímsson''' (fæddur á [[Þverá (Blönduhlíð)|Þverá]] í [[Blönduhlíð]] [[10. september]] [[1728]] – dáinn á [[Prestbakki (á Síðu)|Prestbakka]] [[11. september]] [[1791]]), kallaður '''eldklerkur''', var [[prestur]], [[læknir]] og [[náttúrufræði]]ngur. Þjónaði á Prestbakka á [[Síða|Síðu]] (við [[Kirkjubæjarklaustur]]) á tímum [[Skaftáreldar|Skaftárelda]] og síðar [[móðuharðindi|móðuharðinda]]. Hann er einn af boðberum [[upplýsingin á Íslandi|íslensku upplýsingarinnar]]. Varð frægur fyrir ''eldmessu'' sína ([[20. júlí]] [[1783]]), sem talin var hafa valdið því að [[hraun]]straumur stöðvaðist áður en hann eyddi byggð og mjög fór að draga úr [[eldgos|gosi]]. Skrifaði skýrslur og greinargerðir eftir eldgosið, seinna ''[[Fullkomið skrif um Síðueld]]'', sem kallað var ''eldritið''. Jón skráði sögu [[Kötlugos]]a frá [[landnám Íslands|landnámi]] til [[1311]]. [[Ævisaga]] Jóns, sem að hluta er [[varnarrit]], er mikilvæg heimild um [[18. öld]]. Af Jóni eru komnar [[ættir Síðupresta]].
 
Foreldrar Jóns voru Steingrímur Jónsson og Sigríður Hjálmarsdóttir. Faðir Jóns dó þegar hann var á tíunda ári og þar sem móðir hans var efnalítil voru litlar líkur á að drengurinn kæmist til mennta en þegar [[Ludvig Harboe]] og [[Jón Þorkelsson Thorcillius]] fóru um landið, meðal annars til að kanna menntun, vakti Jón athygli þeirra vegna kunnáttu sinnar og eftir inntökupróf vorið [[1744]] var hann tekinn inn í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] og tóku þeir Harboe og Jón Þorkelsson að sér að greiða skólagjöld fyrir hann fyrsta veturinn en síðan fékk hann [[skólaölmusa|skólaölmusu]].
 
Jón lauk stúdentsprófi 1750 og varð síðan djákni og ráðsmaður á [[Reynistaður|Reynistað]]. Þar giftist hann [[1753]] ekkju Jóns Vigfússonar klausturhaldara á Reynistað, Þórunni Hannesdóttur Scheving (1718 - 1784), dótturdóttur [[Steinn Jónsson|Steins Jónssonar]] biskups. Þau fluttu að [[Frostastaðir|Frostastöðum]] í [[Blönduhlíð]] sama ár. Þau eignuðust saman fimm dætur, Sigríði, Jórunni, Guðnýju, Katrínu og Helgu, en Þórunn átti líka þrjú börn úr fyrra hjónabandi, Vigfús, Karitas og Jón. Þau ólust upp hjá Jóni og móður sinni og átti Jón eftir að reynast þeim erfiður síðar.
 
Þórunn átti jarðir suður í [[Mýrdalur|Mýrdal]] og ákváðu þau að flytja þangað. Haustið [[1755]] flutti Jón að Hellum í [[Reynishverfi]] og bjó þar í helli ásamt bróður sínum um veturinn en eiginkona hans kom ekki fyrr en vorið eftir þar sem hún átti von á barni. Á leiðinni suður urðu þeir bræður vitni að upphafi [[Kötlugos]]sins [[1755]], sem var mesta Kötlugos á sögulegum tíma. Þá hefur hann líklega fengið áhuga á eldgosum og hann skráði meðal annars sögu Kötlugosa frá landnámi til 1311.
 
Jón bjó á Hellnum í fimm ár og búnaðist vel, var formaður á árabát og þótti fiskinn. Hann var svo vígður til prests, fyrst í [[Sólheimaþing]]um og bjó á Felli og árið [[1778]] fékk hann [[Kirkjubæjarklaustur]]sprestakall og bjó á Prestbakka á Síðu. Um leið varð hann prófastur í [[Vestur-Skaftafellssýsla|Vestur-Skaftafellssýslu]]. Á Prestbakka var hann þegar [[Skaftáreldar]] hófust árið [[1783]] og flúði aldrei þaðan, heldur var allan tímann í miðju hörmunganna og eru rit hans helstu heimildir um eldana, en hann skrifaði strax skýrslur um ástandið og árið [[1788]] samdi hann yfirlitsritið ''Fullkomið skrif um Síðueld'', sem yfirleitt er kallað [[Eldritið]].
 
Jón varð frægur fyrir ''[[Eldmessan|eldmessu]]'' sína ([[20. júlí]] [[1783]]), sem talin var hafa valdið því að [[hraun]]straumur stöðvaðist áður en hann eyddi byggð og mjög fór að draga úr [[eldgos|gosi]].
 
Þórunn kona Jóns dó árið [[1784]] og [[1787]] kvæntist hann seinni konu sinni, Margréti Sigurðardóttur, en þau voru barnlaus. Jón Steingrímsson var starfandi prestur allt til æviloka árið [[1791]]. Hann skrifaði [[ævisaga|ævisögu]] sína sem þó var ekki ætluð til útgáfu, heldur var hún hugsuð fyrir dætur hans og afkomendur þeirra og er að hluta [[varnarrit]] og merk heimild um [[18. öld]]. Litlu munaði að hún glataðist því að systursonur hans fékk ritið lánað með því skilyrði að hann brenndi það þegar hann hefði lokið lestrinum en það stóð hann ekki við og því varðveittist ævisagan. Hún var fyrst gefin út 1913 og hefur komið í nokkrum útgáfum síðan.
 
Jón var vel menntaður og hafði áhuga á mörgu, meðal annars á [[læknisfræði]] og stundaði lækningar, skar meðal annars [[æxli]] af manni, og skildi eftir sig handrit að lækningabókum. Hann var líka áhugasamur um framfarir í landbúnaði og var verðlaunaður af konungi fyrir garðhleðslu.
 
[[Kapella]]n á Kirkjubæjarklaustri, sem var vígð árið [[1974]], er helguð minningu Jóns.
Lína 10 ⟶ 24:
==Tenglar==
* [http://morgue.anglicansonline.org/051106/ Umfjöllun á Anglicans Online] (á ensku)
* {{vefheimild|url=http://www.laeknabladid.is/2006/12/nr/2600|titill=Örn Bjarnason: Séra Jón Steingrímsson, líf hans og lækningar. Læknablaðið, 12. tbl. 2006.}}
 
{{Stubbur|Æviágrip}}
[[Flokkur:Íslenskir prestar]]
{{fd|1728|1791}}