„Sjía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ka:შიიტობა
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''ShíaSjía''' eða '''Sjíashía''' (frá [[arabíska]] orðinu شيعة, sem er stytting á ''shi`at `Ali'' شيعة علي, sem þýðir bókstaflega „fygjendur Alís“) er næst stærsta trúfélag innan [[íslam]]. Eintalan á arabísku er ''shi`i'' (شيعي). [[Ali ibn Abi Talib]] var frændi [[spámaður|spámannsins]] [[Múhameð]]s, tengdasonur hans og arftaki (í augum sjía-múslima).
 
'''Sjía''' er önnur stærsta fylkingin innan [[íslam]]. Hugmyndafræðilegur munur á [[súnní]]- og sjía-sið er í grundvallaratriðum sá, að sjítar telja að [[Múhameð]] hafi átt sér andlega arftaka, þótt hann hafi verið síðasti [[spámaður]]inn. Þessir arftakar eru nefndir [[imam]]ar. Þeir hafa í krafti innblásturs meira innsæi í eðli guðdómsins en venjulegir menn hafa. Þess vegna geta þeir túlkað [[Kóraninn]], helgirit múslíma, og áttað sig á duldum boðskap sem þar er að finna en venjulegir menn sjá ekki.
 
== Erfðadeilur ==
[[Mynd:Moschee-isfahan.jpg|thumb|Föstudagsmoskan í Isfahan í Íran]]
 
Sjía-múslimir hafa fyrir satt að Múhameð hafi valið Ali sem arftaka sinn og leiðtoga múslima að sér látnum. Einungis þeir sem fylgja Ali fylgja í raun hefðum og kenningum Múhameðs. Súnní-múslimar álíta hins vegar að Múhameð hafi ekki valið eftirmann sinn. Umar og Abu Bakr, tveir nánustu samverkamenn Múhameðs, völdu að honum látnum [[Abu Bakr]] sem leiðtoga múslima og fyrsta [[kalífi|kalífann]]. Ali og fylgismenn hans, þar á meðal fjölskylda Múhameðs, viðurkenndu ekki þetta val. Í hefð súnní-múslima er kalífat Abu Bakrs hins vegar bæði löglegt og upphaf að réttri túlkun á hefð og reglum Múhameðs. Þessar sögulegu deilur höfðu í för með sér ólíkar túlkanir af ýmsum hlutum [[Kóraninn|Kóransins]] og fremur öðru túlkanir og viðurkenningar á mismunandi [[hadíða|hadíðum]] sem í raun stjórna trúarhefð múslima.