„Jóhannes úr Kötlum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
+ Laxárdal og tengill lagaður
Lína 2:
'''Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum''' ([[4. nóvember]] [[1899]] - [[27. apríl]] [[1972]]) var [[rithöfundur]], [[ljóðskáld]] og [[kennari]] (nánar til tekið [[farkennari]]).
 
Jóhannes fæddist að ''Goddastöðum'' í [[DalarnirLaxárdalur|Laxárdal]] í [[Dalasýsla|Dölum]]. Hann stundaði nám við lýðskólann í Hjarðarholti á árunum [[1914]] - [[1916]]. Hann tók síðan [[kennarapróf]] árið [[1921]] og stundaði kennslu frá [[1917]] til [[1932]]. Hann einbeitti sér síðan eingöngu að ritstörfum, fyrst í [[Reykjavík]], síðan í Hveragerði, en fluttist aftur til Reykjavíkur [[1959]] og bjó þar til æviloka. Hann var formaður Félags byltingarsinnaðra rithöfunda [[1935]] til [[1938]]. Dvaldist sumurin [[1939]] og [[1940]] á Kili sem eftirlitsmaður sauðfjársjúkdómanefndar. Jóhannes var alþingismaður Reykvíkinga [[1941]]. Þá var hann umsjónarmaður við Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands í Þórsmörk á sumrum [[1955]] til [[1962]].
Jóhannes úr Kötlum var eitt helsta skáld sinnar samtíðar og mjög afkastamikill höfundur. Eftir hann liggja 20 ljóðabækur, 5 skáldsögur, hann þýddi fjölda bóka, ritaði greinar í blöð og tímarit og flutti erindi um stjórnmál og menningarmál. Fyrsta ljóðabók hans kom út [[1926]] og nefndist [[Bí, bí og blaka]] og sú síðasta Ný og nið kom út [[1970]]. Ljóð hans eru mjög fjölbreytt að efni og formi, allt frá barnaljóðum, baráttuljóðum og ættjarðarljóðum í hefðbundnum stíl til módernisma. Náttúran á sterk ítök í ljóðum hans og er oft nátengd tilfinningum og lífsviðhorfum Jóhannesar. Hann var alls staðar þátttakandi, hafði ríka réttlætiskennd og var einarður í skoðunum.
Jóhannes úr Kötlum hlaut 2. verðlaun fyrir hátíðarljóð sín á Alþingishátíðinni 1930 og 1. verðlaun fyrir [http://servefir.ruv.is/1944/sida4.htm Lýðveldishátíðarljóð] sitt 1944. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu 1966 fyrir bókina Tregaslag. Hlaut Silfurhestinn, bókmenntaverðlaun gagnrýnenda dagblaðanna 1971 fyrir bókina Ný og nið, en sú bók var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1973. [http://www.norden.org/nr/pris/lit_pris/is/index.asp Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs]. Jóhannes úr Kötlum var heiðursfélagi Rithöfundafélags Íslands.