„Hannes Sigfússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hannes Sigfússon''' (2. mars 1922 - 13. ágúst 1997) var íslenskt ljóðskáld og þýðandi. Hann er einna þekktastur fyrir bækur sínar ''Dymbilvaka...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hannes Sigfússon''' ([[2. mars]] [[1922]] - [[13. ágúst]] [[1997]]) var íslenskt [[ljóðskáld]] og [[þýðandi]]. Hann er einna þekktastur fyrir bækur sínar ''[[Dymbilvaka]]'' og ''[[Imbrudagar]]''. Hannes var afkastamikil þýðandi, og þýddi höfunda eins og [[Jorge Amado]], [[Miguel Angel Asturias]], [[Knut Hamsun]] og [[Bruno Schulz]]. Hannes skrifaði einatvær skáldsöguskáldsögur sem nefndistnefndust: ''[[Strandið]]'' og ''[[Ljósin blakta]].''
 
Hannes var fæddur í [[Reykjavík]]. Hann lauk gagnfræðanámi í Reykjavík og vann síðan við ýmis störf. Hann fluttist til [[Noregur|Noregs]] í byrjun sjötta áratugarins og kynntist norskri konu, Sunnevu, sem hann bjó síðar með. Í Noregi starfaði hann m.a. sem [[bókavörður]] í [[Stafangur|Stafangri]] og [[Fredriksdal]], en eftir að Sunneva lést árið [[1988]] fluttist hann aftur til Íslands og fékkst við skriftir og þýðingar. Fljótlega eftir heimkomuna tók Hannes upp samband við vinkonu sína, ''Guðnýju Gestsdóttur'', sem var honum mikil stoð og stytta.
 
Eftir Hannes liggja átta ljóðabækur og er ''Dymbilvaka'', sem út kom árið [[1949]] eflaust þeirra þekktust en síðasta ljóðabókin, ''[[Kyrjálaeiði (ljóðabók)|Kyrjálaeiði]],'' sem kom út árið [[1995]], var lögð fram af Íslands hálfu til [[Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs|bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs]] árið [[1997]]. Skáldsögur Hannesar eru ''Strandið'', sem út kom ''1955'', og ''Ljósin blakta'', [[1993]]. Hannes ritaði endurminningar sínar, sem út voru gefnar í tveimur bindum: ''[[Flökkulíf]],'' sem út kom árið [[1981]], og ''[[Framhaldslíf förumanns]],'' [[1985]]. Eftir Hannes liggur einnig mikið af þýðingum, kvæði, skáldsögur og smásögur, meðal annars ''[[Norræn ljóð]]'' [[1972]], ''Í töfrabirtu'' eftir [[William Heinesen]], [[1959]], ''[[Blóðbrullaup]]'' eftir [[Frederic García Lorca]], [[1959]], ''[[Tvennir tímar]]'' eftir Knut Hamsun, [[1958]] en Hannes vann mikið að þýðingum síðustu ár sín.
 
{{Stubbur|Æviágrip}}