„Davíð Oddsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 76:
Í [[september]] árið 2005 tilkynnti Davíð að hann hygðist hætta í stjórnmálum og taka við stöðu seðlabankastjóra sem [[Halldór Ásgrímsson]], þáverandi forsætisráðherra, skipaði hann í. Hann sagði af sér embætti ráðherra [[27. september]] og tók við stöðu seðlabankastjóra [[25. október]] sama ár. Sem seðlabankastjóri hefur hann oft verið talsmaður óvinsælla ákvarðana Seðlabanka Íslands um hækkanir á [[stýrivextir|stýrivöxtum]] vegna [[verðbólga|verðbólguþrýstings]] á [[íslenskt efnahagslíf]] árin 2005 og [[2006]]. Einnig hefur hann gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir skort á aðhaldi við þær aðstæður sem efnahagslífið bjó við.
 
=== Þáttur Davíðs í Bankahruninubankahruninu ===
Sem seðlabankastjóri var Davíð afar áberandi þegar [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008|efnahagskreppa]] reið yfir Ísland um haustið 2008. Hann kom að umdeildum samningum við stjórnendur [[Glitnir banki hf.|Glitnis]] um kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum, sem ríkisstjórn Íslands samþykkti, eftir að bankinn leitaði til seðlabankans um lán til þrautavara.
 
Lína 97:
* Meðan Davíð Oddsson var forsætisráðherra og síðar Seðlabankastjóri var hann oft skopskældur í [[Spaugstofan|Spaugstofunni]], en sá sem lék hann oftar en aðrir var [[Örn Árnason]]. Oft var einnig gert grín að Davíð í [[Áramótaskaup]]um Sjónvarpsins, eins og [[Áramótaskaup 2001|árið 2001]], t.d. með laginu „Dabbi kóngur“ ([http://www.youtube.com/watch?v=Mywc_HvihXU&mode=related&search=%C3%81ram%C3%B3taskaup%20Sj%C3%B3nvarpsins%20aramotaskaup sjá myndband]) og [[Áramótaskaup 2002|árið 2002]].
* Í apríl [[2008]] sagði Davíð í ræðu á ársfundi Seðlabankans að til álita kæmi að gera alþjóðlega rannsókn á því sem hann kallaði tilræði við heilbrigð fjármálakerfi, og sagði að nú stæði yfir atlaga óprúttinna aðila gegn íslenska ríkinu og innlendum bönkum. <ref>[http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1704 Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans 28. mars 2008]</ref>
* Davíð kom í viðtal í [[Kastljós]]i [[RÚV]] [[25. febrúar]] [[2009]] og ræddi m.a. aðkomu sína og Seðlabankans að [[bankahrunið|Bankahruninubankahruninu]].
* Í mars [[2009]] var Davíð Oddsson valinn versti Seðlabankastjóri í Evrópu af [[Dagens Nyheter]] í [[Svíþjóð]], og sagt að hann kenndi öllum um það sem illa fór nema sjálfum sér. <ref>[http://www.dn.se/ekonomi/europas-samsta-centralbankschef-1.826481 Europas sämsta centralbankschef; af DN.is]</ref>
* Í ágúst 2009 sagði [[Anne Sibert]], hagfræðiprófessor við [[Birkbeck College]] í [[London]], sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, að Davíð Oddsson hefði ekki búið yfir nægilegri þekkingu í hlutverki sínu sem Seðlabankastjóri til að koma í veg fyrir bankahrunið. <ref>[http://www.visir.is/article/20090809/FRETTIR01/408415580/-1 Segir Davíð ekki hafa búið yfir nægri reynslu og þekkingu; af Vísi.is 09. ágúst.2008]</ref>