„Útrýmingarefnishyggja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Útrýmingarefnishyggja''' er [[efnishyggja|efnishyggjukenning]] í [[hugspeki]] sem heldur því fram að ýmsar eða flestar almennar hugmyndir fólks um eðli [[hugi|hugans]] (eða hugtök [[alþýðusálfræði]]nnar) séu rangar og að ýmis hugarferli sem flestir trúa á séu í raun ekki til. Sumir útrýmingarefnishyggjumenn halda því fram að engin samsvörun verði hægtnokkurn tíman finnafundin milli virkni heilans og taugakerfisins annars vegar og hins vegar ýmissa hugtaka eins og [[skoðun]]ar eða [[löngun]]ar enda séu hugtökin óskýr og illa skilgreind.<ref>Lycanog Pappas (1972): 149-59.</ref> Aðrar útgáfur útrýmingarefnishyggjunnar neita tilvist [[sársauki|sársauka]], [[ánægja|ánægju]] og sjónrænnar upplifunar.<ref>Rey (1983): 1-39.</ref>
 
Útrýmingarefnishyggja er frábrugðin [[smættarefnishyggja|smættarefnishyggju]] að því leyti að smættarefnishyggjan gengur út á að smætta viðfangið í eitthvað annað og einfaldara en útrýmingarefnishyggja afneitar tilvist þess. Til dæmis myndi smættarefnishyggja um langanir halda því fram að langanir séu ekkert nema taugaboð í heilanum en útrýmingarefnishyggja um langanir heldur því fram að það sé ekkert hugarferli sem hugtakið „löngun“ samsvarar.