„Raunhyggja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:John Locke.jpg|thumb|right|150px|[[John Locke]], faðir breskrar raunhyggju]]
'''Raunhyggja''' eða '''reynsluhyggja''' er viðhorf í [[þekkingarfræði]] og [[vísindaheimspeki]] sem leggur áherslu á hlutverk [[Reynsla|reynslu]] í tilurð [[þekking]]ar.
 
Upprunalega voru raunhyggjumenn hópur [[Grikkland hið forna|forngrískra]] lækna en frægastur þeirra er [[Efahyggja|efahyggjumaðurinn]] [[Sextos Empeirikos]]. Á [[17. öld]] var [[Bretland|breski]] heimspekingurinn [[John Locke]] helsti upphafsmaður nútíma raunhyggju. Locke hélt því fram að hugurinn væri ''[[tabula rasa]]'' ([[latína]]: bókstaflega „skafin tafla“; „óskrifað blað“) sem reynslan fyllti út. Slík raunhyggja hafnar því að fólk hafi „meðfæddar hugmyndir“ eða að eitthvað sé þekkjanlegt án tilvísunar til reynslu.