„Gotar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
 
=== Konungsríki Austgota ===
[[Mynd:RavennaMausoleum.jpg|thumb|left|200px|Grafhýsi Theodorics í Ravenna.]]
Theodoric réðist inn á Ítalíuskagann árið 488 og barðist þar við germanska herforingjann [[Odoacer]], sem hafði náð völdum þegar hann neyddi [[Romulus Augustus]], síðasta [[Vestrómverska keisaradæmið|vestrómverska]] keisarann, til að segja af sér.<ref>Tierney (1999): 69.</ref> Árið 493 samdi Theodoric við Odoacer um að þeir myndu sameiginlega stjórna Ítalíu, en í veislu sem haldin var til að fagna samkomulaginu, myrti Theodoric Odoacer. Theodoric gerði [[Ravenna]] að höfuðborg ríkis síns og ríkti sem konungur á Ítalíu til dauðadags árið 526. Valdatíð hans var að mestu farsæl og hann ríkti í sátt við keisara Austrómverska ríkisins, sem og aðra germanska konunga í Vestur-Evrópu. Eftir dag Theodorics tók valdakerfi hans þó að veikjast og út brutust átök um völdin. [[Justinianus]], keisari Austrómverska ríkisins á árunum 527 til 565, var mjög herskár gagnvart Germönum í Vestur-Evrópu og stefndi að því að leggja undir sig öll landsvæði sem áður höfðu tilheyrt Rómaveldi. Árið 535 hertók [[Belisarius]], helsti herforingi Austrómverja, [[Sikiley]] og réðist svo árið eftir inn á meginland Ítalíu. Stærstur hluti konungsríkis Austgotanna hafði fallið í hendur Austrómverja árið 540 en undir konungunum Witigis og Totila tókst þeim þó að veita andspyrnu allt til ársins 552 þegar Austrómverjar unnu loks fullnaðarsigur. Eftir þessa ósigra má segja að Austgotneska þjóðin hafi horfið af sjónarsviðinu, margir voru hnepptir í þrældóm af Austrómverjum en aðrir samlöguðust þeim íbúum Ítalíu sem fyrir höfðu verið.<ref>Tierney (1999): 74-76.</ref>
 
=== Konungsríki Vestgota ===
[[Mynd:Hispania 700 AD.PNG|thumb|right|200px|Ríki Vestgota árið 700.]]
Eftirmaður Alarics 1., [[Ataulph]], giftist systur rómarkeisarans [[Honorius]]ar, sem hét [[Galla Placidia]], og gerðist bandamaður hans, að nafninu til. Eftir það settust Vestgotar að í suðvestanverðri [[Gallía|Gallíu]], innan [[Rómaveldi]]s, en urðu sjálfstætt konungsríki eftir fall Rómaveldis árið 476. Konungsríkið stækkaði svo til muna eftir að þeir réðust gegn [[Vandalar|Vandölum]], sem bjuggu á [[Íberíuskaginn|Íberíuskaganum]], og hröktu þá til Norður-Afríku. Ríki þeirraVestgota náði þá frá [[Gíbraltarsund]]i í suðri til [[Loire]] árinnar í norðri.,<ref>Tierney (1999): 68.</ref> með höfuðborg í [[Toulouse]]. Árið 507 minnkaði yfirráðasvæði þeirra þó talsvert því [[Frankar]], undir forystu Klovis 1., hröktu þá út úr Gallíu, eftir að hafa sigrað þá í bardaganum við Vouillé.<ref>Tierney (1999): 73.</ref> Eftir þetta var ríki þeirra nánast einskorðað við Íberíuskagann. Árið 554 réðust hersveitir Justinianusar á Vestgota á sunnanverðum [[Spánn|Spáni]]. Vestgotanna biðu þó ekki sömu örlög og Austgota því Austrómverjar náðu aðeins tiltölulega litlum svæðum á sitt vald. Undir stjórn konungsins Leovigild unnu Vestgotar svo þessi svæði aftur af Austrómverjum. Leovigild, sem ríkti frá 568 til 586, gerði einnig [[Toledo]] að framtíðar-höfuðborg ríkisins.<ref>Tierney (1999): 77.</ref> Árið 711 geisuðu átök um völdin í ríkinu sem veiktu innviði þess og það nýttu herir múslima sér, sem réðust inn frá Norður-Afríku. Afleiðingin var sú að konungríki Vestgota hrundi á nokkrum árum og múslimar stofnuðu ríki á Íberíuskaganum, með höfuðborg í [[Córdoba]]. Aðeins lítil landræma nyrst á skaganum var áfram í höndum kristinna manna. Þar var stofnað nýtt ríki, [[Konungsríkið Astúría]].<ref>Tierney (1999): 126.</ref>
 
== Tilvísanir ==