„Hraungúll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hraungúll''' er fjall (eða hóll) sem myndast við troðgos úr svo seigri líparítkviku að hún hefur hrúgast upp yfir gosopinu en breiðst ekki út. Hraung...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. apríl 2010 kl. 12:02

Hraungúll er fjall (eða hóll) sem myndast við troðgos úr svo seigri líparítkviku að hún hefur hrúgast upp yfir gosopinu en breiðst ekki út. Hraungúlar eru oft innskot í eldfjöllum.

Hraungúlar myndast jafnan úr súru eða hálfsúru hrauni sem er mjög tregt og rennur því ekki langt frá upptökunum, heldur hrúgast upp í kúpumyndaða hæð eða fjall. Gígur myndast því enginn, en fjallið er hæst upp af sjálfri bergkvikurásinni. Á Íslandi eru allvíða kynlega ljósir fjallhnúkar og tindar sem að öllum likindum eru þess konar myndanir. Til dæmis Baula og Kerlingarfjöll. Efni þeirra er súr storka af þeirri gerð, sem nefnist líparít. Öll eru þessi fjöll eitlhvað aflöguð af útrænum kröftum. Óskaddaður hraungúll mun varla vera til á Íslandi. Frægasta dæmið um hraungúla, sem hafa haldið vel lögun sinni, eru hnúkarnir Les Puys á hálendi Mið-Frakklands. Þeir eru bunguvaxnir með ávalan koll og brattar hlíðar, skriðurunnar aðeins allra neðst. Les Puys eru að vísu eldri en Kerlingarfjöll (frá lokum tertier-tímabilsins), en hafa búið við blíðara loftslag, aldrei verið sorfnir af jöklum og bera því ellina betur.

Islensku líparitfjöllin eru aftur á móti mörg hver orðin keilulaga tindar. Stundum ber svo við, að bergkvikan storknar efst í rásinni, og storkinn hrauntappi ýtist í heilu lagi upp úr henni. Það eru kallaðir hraunstöplar. Frægasta dæmið er Mont Pelé á eynni Martinique í Vesturindíum. Árið 1902 ýttist nýstorkinn bergstöpull upp úr gíg þessa eldfjalls. Hann lyftist upp hér um bil 800 m, en varð samt aldrei hærri en rúmlega 300 m, vegna þess hve hrundi úr honum í fæðingunni, ef svo má að orði komast. Vel má vera, að sumir liparittindarnir hér á landi hafi orðið til með þessum hætti, t. d. í Kerlingarfjöllunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.