„Grímur Jónsson (amtmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Grímur Jónsson''' ([[12. október]] [[1785]] – [[7. júní]] [[1849]]) (skrifaði sig sjálfur '''Grímur Johnsen''') var amtmaður norðan og vestan á Íslandi og bæjarfógeti í Danmörku.
 
Grímur fæddist í [[Garðar (Akranesi)|Görðum]] á [[Akranes]]i og voru foreldrar hans séra Jón Grímsson, sem þar var prestur, og kona hans Kristín Eiríksdóttir frá Helluvaði á Rangárvöllum. Eina systir hans sem upp komst var Ingibjörg, kona [[Þorgrímur Tómasson|Þorgríms Tómassonar]] gullsmiðs á [[Bessastaðir|Besastöðum]] og móðir [[Grímur Thomsen|Gríms Thomsen]]. Grímur útskrifaðist úr [[Hólavallarskóli|Hólavallarskóla]] [[1802]] og var síðan skrifari hjá [[Ólafur Stefánsson|Ólafi Stefánssyni]] stiftamtmanni, en móðir hans, sem þá var orðin ekkja, var ráðskona þar. Árið [[1805]] sigldi Grímur svo til náms við [[Hafnarháskóli|Hafnarháskóla]] og lauk lögfræðiprófi vorið [[1808]].
 
Hann gekk síðan í [[danski herinn|danska herinn]], varð [[lautinant]] í landhernum og varð svo efstur á herforingjaprófi í janúar [[1810]]. Hann átti góðan feril í hernum og varð „Overkrigskommissær" 1816. Árið 1819 hætti hann þó í hernum og varð bæjarfógeti í Skælskör á [[Sjáland]]i. Árið [[1824]] var hann svo skipaður amtmaður í [[norður- og vesturamt]]i, flutti til Íslands með fjölskylduna og settist að á [[Möðruvellir í Hörgárdal|Möðruvöllum]] í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]].
Lína 7:
Í febrúar [[1826]] brann bærinn á Möðruvöllum. Fólkið komst allt út en fáu tókst að bjarga og meðal annars glataðist mikið af skjölum amtsins. Skrifari amtmanns, [[Baldvin Einarsson]] frá [[Hraun í Fljótum|Hraunum]] í [[Fljót (Skagafirði)|Fljót]]um, bjargaðist naumlega og þurfti að stökkva út um loftglugga á nærfötunum. Fáeinum árum síðar fórst hann af völdum bruna í [[Kaupmannahöfn]]. Sjálfur brenndist Grímur í andliti og bar ör lengi. Nýtt hús var reist á Möðruvöllum sem kallað var ''Friðriksgáfa'', því að [[Friðrik 6. Danakonungur|Friðrik konungur]] veitti fé til byggingarinnar, og var það eitt stærsta og glæsilegasta hús landsins á sinni tíð. Það brann [[1874]].
 
Kona Gríms, sem var dönsk, sætti sig illa við að búa á Íslandi þrátt fyrir ný húsakynni og fór svo að fjölskyldan fluttist aftur til Danmerkur og Grímur varð bæjarfógeti í [[Middelfart]] á [[Fjón]]i. Á meðan hann var þar sat hann á [[stéttaþing]]um í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] 1840 og 1842 sem konungkjörinn þingmaúrþingmaður fyrir Ísland og [[Færeyjar]]. Hann var þó aldrei ánægður í Middelfart, vildi aftur til Íslands, og vorið [[1842]] var hann aftur skipaður amtmaður norðan og vestan. Kona hans og börn fóru þó ekki með honum til Íslands, heldur settust þau að í Kaupmannahöfn. Var Grímur því oft einmana á Möðruvöllum og kallaði hús sitt ''Einbúasetrið''. Tvær dætur Gríms komu þó til hans nokkrum árum síðar og voru hjá honum á Möðruvöllum þar til hann lést.
 
Grímur hefur löngum haft orð á sér fyrir íhaldssemi en hann var þó að mörgu leyti framfarasinnaður og frjálslyndur, beitti sér fyrir samgöngubótum og var mikill áhugamaður um bætta búnaðarhætti og ræktun [[matjurta]]. Hann var þó konunghollur embættismaður og þegar frjálsræðisvindar tóku að blása í kjölfar byltinga og lýðræðishreyfinga í Evrópu þótti honum nóg um sjálfræðishneigð alþýðunnar. [[Skagafjörður|Skagfirskir]] bændur voru helstu andstæðingar amtmanns og [[22. maí]] [[1849]] safnaðist stór hópur Skagfirðinga saman við [[Vallalaug]] og reið síðan til Möðruvalla til að lýsa vanþóknun sinni á embættisfærslu amtmanns og krefjast afsagnar hans. Kallast sú ferð [[norðurreiðNorðurreið Skagfirðinga]]. Ekki varð þó af því að þeir hittu amtmann þegar til Möðruvalla kom því hann var þá mjög sjúkur og lést skömmu síðar.
 
Kona Gríms var prestsdóttir frá Jótlandi, Birgitte Cecilie Breum. Eina barn þeirra sem staðfestist á Íslandi var [[Þóra Melsteð]], stofnandi og fyrsti skólastjóri [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólans í Reykjavík]].