„Gotar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Hreingera}}
[[Mynd:CoronaRecesvinto01.JPG|thumb|right|300px|Vestgotneskur helgigripur frá 7. öld.]]
'''Gotar''' voru [[Germanar|austgermanskur þjóðflokkur]] sem talið er að hafi upprunalega verið frá [[Svíþjóð]] (sbr. [[Gotland]]). Á seinni hluta [[2. öld|2. aldar]] réðust þeir inn í [[Pólland]] og urðu að lokum tvær þjóðir; Austgotar sem settust að í vesturhluta [[Úkraína|Úkraínu]] og Vestgotar sem settust að þar sem [[Rúmenía]] er nú.
 
== Saga ==
Á [[4. öldin|fjórðu öldinni]] áttu Gotar í samskiptum við [[Rómaveldi|Rómverja]] og snerust í kjölfarið til kristinnar trúar, aðallega fyrir tilstuðlan rómverskra trúboða.<ref>Tierney (1999): 63-64.</ref> Seint á 4. öldinni hófust árásir [[Húnar|Húna]], sem komu frá steppum Mið-Asíu, á aðra germanska þjóðflokka sem höfðu í för með sér að öldu þjóðflutninga. Vestgotar fluttust suður fyrir [[Dóná]] inn á rómverskt landsvæði og fengu leyfi [[Valens]] rómarkeisara, árið 375, til þess að setjast þar að. Fljótlega skarst þó í odda milli Gotanna og Rómverja og þeir börðust í orrustunni við Adríanópel, árið 378, þar sem Vestgotar unnu stórsigur og Valens féll. Næsta rómarkeisara, [[Theodosius 1.|Theodosiusi 1.]], tókst þó að ná tökum á ástandinu um tíma og gerði Vestgotana að bandamönnum (''foederati''). [[Alaric 1.]], konungur Vestgota, leiddi þá engu að síður í uppreisn gegn Rómverjum sem leiddi til þess að þeir réðust á [[Róm]], og hertóku og rændu borgina, árið 410.<ref>Tierney (1999): 67-68.</ref> Austgotarnir fylgdu á eftir Vestgotunum og fluttust suður yfir Dóná árið 453. Þegar vera þeirra þar ógnaði yfirráðum [[Austrómverska keisaradæmið|Austrómverska ríkisins]] á [[Balkanskagi|Balkanskaga]], gerði keisarinn [[Zenon (keisari)|Zenon]], [[Theodoric]], konung Austgotanna, að bandamanni sínum og sendi hann, ásamt þjóð sinni, til Ítalíu.<ref>Tierney (1999): 69.</ref>
 
=== Konungsríki Vestgota ===