„Gotar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Gotar''' voru [[Germanar|austgermanskur þjóðflokkur]] sem talið er að hafi upprunalega verið frá [[Svíþjóð]] (sbr. [[Gotland]]). Á seinni hluta [[2. öld|2. aldar]] réðust þeir inn í [[Pólland]] og urðu að lokum tvær þjóðir; Austgotar sem settust að í vesturhluta [[Úkraína|Úkraínu]] og Vestgotar sem settust að þar sem [[Rúmenía]] er nú.
 
== Saga ==
Á [[4. öldin|fjórðu öldinni]] áttu Gotar í samskiptum við [[Rómaveldi|Rómverja]] og snerust í kjölfarið til kristinnar trúar, aðallega fyrir tilstuðlan rómverskra trúboða.<ref>Tierney (1999): 63-64.</ref> Seint á 4. öldinni hófust árásir [[Húnar|Húna]], sem komu frá steppum Mið-Asíu, á aðra germanska þjóðflokka sem höfðu í för með sér að öldu þjóðflutninga. Vestgotar fluttust suður fyrir [[Dóná]] inn á rómverskt landsvæði og fengu leyfi [[Valens]] rómarkeisara, árið 375, til þess að setjast þar að. Fljótlega skarst þó í odda milli Gotanna og Rómverja og þeir börðust í orrustunni við Adríanópel, árið 378, þar sem Vestgotar unnu stórsigur og Valens féll. Næsta rómarkeisara, [[Theodosius 1.|Theodosiusi 1.]], tókst þó að ná tökum á ástandinu um tíma og gerði Vestgotana að bandamönnum (''foederati''). [[Alaric 1.]], konungur Vestgota, leiddi þá engu að síður í uppreisn gegn Rómverjum sem leiddi til þess að þeir réðust á [[Róm]], og hertóku og rændu borgina, árið 410.<ref>Tierney (1999): 67-68.</ref>
 
=== Konungsríki Vestgota ===
Þeir komu sér eftir það fyrir í suðvestanverðu [[Frakkland]]i með leyfi keisara Rómar sem vildi gera allt sem í sínu valdi stóð til þess að halda þeim góðum. Þar héldu þeir sig þangað til að [[Frankar]] hráku þá á burt [[507]] í orrustunni við Poitiers. Þeir flúðu yfir [[Pýreneafjöll | Pýreneafjöllin]] og reistu þar konungsdæmi sem stóð í 200 ár en þá lögðu múslimar það undir sig.
Eftirmaður Alarics 1., [[Ataulph]], giftist systur rómarkeisarans [[Honorius]]ar, sem hét [[Galla Placidia]], og gerðist bandamaður hans, að nafninu til. Eftir það settust Vestgotar að í suðvestanverðri [[Gallía|Gallíu]], innan [[Rómaveldi]]s, en urðu sjálfstætt konungsríki eftir fall Rómaveldis árið 476. Konungsríkið stækkaði svo til muna eftir að þeir réðust gegn [[Vandalar|Vandölum]], sem bjuggu á [[Íberíuskaginn|Íberíuskaganum]], og hröktu þá til Norður-Afríku. Ríki þeirra náði þá frá [[Gíbraltarsund]]i í suðri til [[Loire]] árinnar í norðri.<ref>Tierney (1999): 68.</ref>
 
=== Konungsríki Austgota ===
Austgotar fóru sér hægar, réðust [[488]] á Ítalíuskagann og réðu yfir honum öllum [[493]]. Til þessa höfðu þeir fengið stuðning frá Býsanska keisaranum sem vildi veikja Ítalíuskagann. Árið 536 sendi keisarinn stóran her gegn Austgotunum en mætti harðri andspyrnu og var skaginn ekki allur hans fyrr en [[552]].