„Markarfljót“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Markarfljot 01.jpg|thumb|right|Markarfljót, milli [[Tindfjallajökull|Tindfjallajökuls]] og [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökuls]].]]
'''Markarfljót''' er [[jökulá]] á [[Suðurland]]i. Aðalupptök árinnar eru í [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökli]] en einnig falla í hana þverár úr [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökli]] og víðar að. Á vatnasvæði árinnar, sem er um 1200 ferkílómetrar, eru allnokkrar [[megineldstöð]]var. Sandarnir sem Markarfljót rennur um til sjávar og sérstaklega ósar þess eru nefndir ''Markarfljótsaurar'' (sbr. [[aurar (landslagsþáttur)|aurar]]). <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4359857 Fálkinn, 1941]</ref>
 
Áin er um 100 kílómetrar á lengd. Efst rennur hún um [[Laufaleitir]] milli malar- og leirhjalla en síðan ofan í allhrikalegt og þröngt gljúfur, Fljótsgil. Þar sem það er þrengst heitir Torfahlaup og eru þjóðsögur um að maður hafi stokkið þar yfir. Þar fyrir neðan falla ýmsar þverár í hana, [[Hvítmaga]] frá [[Tindfjallajökull|Tindfjallajökli]], [[Kaldaklofskvísl]] frá [[Torfajökull|Torfajökli]] og [[Innri-Emstruá]] (Nyrðri-Emstruá) frá Mýrdalsjökli. Síðan fellur fljótið bratt ofan í hrikalegt gljúfur, [[Markarfljótsgljúfur]], sem er nærri 200 metra djúpt og er talið hafa orðið til að mestu í gífurlegu hlaupi fyrir um 2000 árum. Neðst fellur [[Fremri-Emstruá]] (Syðri-Emstruá) í fljótið í gili en hún kemur úr Mýrdalsjökli.
Lína 9:
 
Fljótið var mikill farartálmi fyrr á öldum en fyrsta brúin yfir það var byggð árið 1934 nálægt [[Litli-Dímon|Litla-Dímon]], allnokkru ofar en núverandi brú. Einnig er brú á fljótinu á Emstrum.
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
== Heimildir ==