„Epikúros“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
Lína 32:
Vinsældir skólans jukust og hann varð ásamt [[stóuspeki]] og [[Efahyggja|efahyggju]] einn þriggja meginskóla [[heimspeki]]nnar á [[Hellenísk heimspeki|hellenískum]] tíma og hann hélt velli fram á keisaratímann í [[Rómaveldi|Róm]]. Í Róm var skáldið [[Títus Lúcretíus Carus]] helsti málsvari stefnunnar. Hann samdi kvæðið ''[[Um eðli hlutanna]]'' (''De rerum natura''), epískt ljóð í sex bókum, sem var ætlað að auka vinsældir stefnunnar og laða að nýja fylgjendur. Kvæðið fjallar einkum um náttúruspeki epikúrismans. Rómverski stjórnmálamaðurinn og heimspekingurinn [[Cíceró]] var önnur mikilvæg heimild um epikúrisma, enda þótt hann sé afar gagnrýninn á epikúrismann. [[Díogenes frá Önóanda]] er einnig mikilvæg heimild.
 
Í bænum [[Herculaneum]] hefur bókasafn, sem tengdafaðir [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesars]], [[Lucius Calpurnius Piso Caesoninus]], átti og hefur verið nefnt [[Papýusbúgarðurinn]], varðveist undir öskulagi frá eldgosinu í [[Vesúvíus]]i árið [[79]]. Þar hafa fundist mörg verk eftir [[Fílódemos]], epikúring sem var uppi seint á hellenískum tíma, og brot verka Epikúrosar sjálfs himself, sem bera vitni um varandi vnsældirvinsældir skólans. Enn er unnið að því að ráða í og ritstýra þeim texta sem þar hafa fundist.
 
Eftir að [[Constantinus fyrsti]] gerði [[kristni]] að ríkistrú [[Rómaveldi]]s féll epikúrisminn í ónáð. Kenning Epikúrosar um að guðirnir létu sig mannleg mál ekki varða hafði ávallt rekist á við hugmyndir [[abrahamísk trúarbrögð|abrahamískra trúarbragða]] um [[guð]]. Guð og kenningar heimspekinnar voru í grundvallaratriðum ósamrýmanlegar. Sem dæmi um þetta má nefna að í talmúdískum bókmenntum er orðið fyrir villutrúarmann „apikouros“. Skólinn gekk í gegnum langt tímabil hnignunar og óvinsælda. Hins vegar lífguðu vísindamenn upp á [[eindahyggja|eindahyggjuna]] á [[18. öld|18.]] og [[19. öld]]. Seint á [[20. öld]] gekk epikúrisminn sjálfur í endurnýjun lífdaga.