„Ljótólfur goði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Ljótólfur goði Alreksson''' var fyrsti landnámsmaður í Svarfaðardal og bjó að Hofi. Heimildir um hann eru fyrst og fremst í [[Sv...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. apríl 2010 kl. 00:06

Ljótólfur goði Alreksson var fyrsti landnámsmaður í Svarfaðardal og bjó að Hofi. Heimildir um hann eru fyrst og fremst í Svarfdælu en Landnáma getur hans þó sem goða í Svarfaðardal. Alrekur faðir Ljótólfs var bróðir Hróðgeirs hvíta Hrappssonar sem nam land að Skeggjastöðum á Langanesströnd. Ekki er vitað hver kona hans var en börn hans voru Þorgeir inn óði, Æsa og Valla-Ljótur. Yngveldur fagurkinn var ástkona Ljótólfs. Ljótólfur og Þorsteinn svörfuður á Grund voru andstæðingar og valdabarátta þeirra er uppistaðan í Svarfdælu.