„Hallgrímur Pétursson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.83.241 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 89.160.147.231
Lína 1:
'''Hallgrímur Pétursson''' ([[1614]] – [[27. október]] [[1674]]) var [[prestur]] og eitt helsta [[skáld]] [[Ísland]]s á [[17. öld]] og eitt almesta [[sálmaskáld]] allra tíma á Íslandi. Hallgrímur var fæddur í Gröf á Höfðaströnd, sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar og konu hans, Solveigar Jónsdóttur. Pétur var svokallaður Fljótaumboðsmaður, sem þýðir það að hann hafði umboð fyrir þeim jörðum í [[Fljót í Skagafirði|Fljótum]], sem voru í eigu [[Hólar í Hjaltadal|Hólastóls]]. Hann var einnig titlaður hringjari á Hólum. Sem Fljótaumboðsmaður og hringjari, jafnframt því að vera frændi sjálfs biskupsins á Hólum (þeir voru bræðrasynir Pétur og [[Guðbrandur Þorláksson]]) hlýtur hann að hafa búið við þolanleg efni, svo að séra Hallgrímur er ekki af fátæku fólki kominn, heldur þvert á móti.
 
==Ævi== einnhvers lúða
 
Hallgrímur er talinn vera fæddur í Gröf á Höfðaströnd en var komið fyrir á Hólum mjög snemma. Hann var góður námsmaður, en það hamlaði, að hann var baldinn og erfiður í æsku, svo að erfitt var að hemja hann. Þess vegna var honum komið í nám úti í Lukkuborg ([[Glückstadt]]), sem þá var í [[Danmörk]]u en nú í [[Þýskaland]]i, og mun hann hafa numið [[málmsmíði]] þar. Hann var nokkrum árum síðar starfandi hjá járnsmið í [[Kaupmannahöfn]] og þar hitti [[Brynjólfur Sveinsson]], síðar biskup, Hallgrím. Brynjólfur kom honum í nám í [[Frúarskóli|Frúarskóla]] í Kaupmannahöfn og var Hallgrímur þar við nám í nokkur ár og sóttist það vel og var kominn í efsta bekk árið [[1636]] um haustið.