„Vilhjálmur Einarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Þóra (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Þóra (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Vilhjálmur Einarsson fæddist þann 5. júní 1934 að Hafranesi við Reyðarfjörð. Foreldrar hans voru Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Hánefsstöðum á Seyðisfirði og Einar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal. Foreldrar hans æfðu ekki skipulagðar íþróttir enda lítið um það á Austfjörðum þegar þau voru á barna- og unglingsárum en faðir hans var talinn góður knattspyrnumaður og móðir hans var létt á fæti og dreymdi um að æfa ballett sem varð þó ekki raunin. Á uppvaxtarárum Vilhjálms jókst áhugi á frjálsum íþróttum mikið þrátt fyrir lélegar aðstæður en fólk ferðaðist þá á bátum og hestum og kannski nokkrum bílum á milli fjarða og keppti í íþróttum. Tækni og aðbúnaður var ekkert í líkingu við það hvernig hann er í dag en fólk lét það ekki á sig fá.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>
 
Árið 1942 fluttist fjölskyldan að Eiðum þar sem Einar faðir Vilhjálms vann við að byggja íþróttasal og sundlaug. Á þessum árum voru haldin nokkur íþróttamót U.Í.A. á Eiðum og þar fylgdist Vilhjálmur með frændum sínum Tómasi og Þorvarði Árnarsonum sem hann leit mikið upp til og voru miklar fyrirmyndir hans. Vilhjálmur skaraði fram úr í sundi þegar hann var drengur. Sundlaugin á Eiðum var sú eina á Austfjörðum á þessum tíma og var hann mikið í henni. ,,Eg er í vandræðum með strákinn. Eg má ekki gefa honum 10 svona ungum en hann syndir alveg nákvæmlega eins og eg vil láta synda” (Vilhjálmur Einarsson, 1995, bls. 15) sagði sundkennarinn hans við foreldra hans þannig að hann sýndi þarna fram á hæfileika sína í íþróttum aðeins 8 ára gamall.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>
 
Vilhjálmur vann sveitastörfin heima hjá sér þegar hann var ungur. Hann sótti kýrnar og tók þátt í heyskap og kunni vel að meta sveitina. Árið 1945 flutti hann til Egilsstaða en þá var að myndast þéttbýli þar og vann hann í byggingavinnu á sumrin. Hann byrjaði fyrstu árin að leika sér með kúlu, spjót og kringlu en hann var nokkuð þéttur sem barn og því voru möguleikarnir taldir mestir í kastgreinum. Ekki gekk það eins vel og hann vildi þannig að hann tók upp á því að grafa stökkgryfju því hann langaði í langstökk og þrístökk, hún var 1x4 metrar og eina skóflustungu á dýpt.
Sumarið 1943 var Vilhjálmur á Seyðisfirði með fjölskyldu sinni. Þar var hann einn af stofnendum íþróttafélagsins Svanurinn sem lagði aðallega stund á frjálsar íþróttir. Þarna keppti Vilhjálmur fyrst í frjálsum íþróttum. Hann var síðan aftur á Seyðisfirði árin 1947-48 í skóla þar hjá Hjálmari Vilhjámssyni frænda sínum og Sigrúnu Helgadóttur konu hans. Þar lærði hann fimleika og frjálsar og voru það fyrstu skipulögðu íþróttirnar sem hann iðkaði. Vilhjálmur fór í Menntaskólann á Akureyri veturinn 1950-51. Þar var mikið íþróttalíf og tók hann þátt í því af kappi. Hann spilaði fótbolta, blak, stundaði skíði, frjálsar íþróttir og fleira. Í 6. bekk var hann formaður íþróttafélagsins í skólanum. Í lok skólagöngunnar var hann farinn að hallast meira að stökkíþróttunum og frjálsum en hinum íþróttunum. Árið 1952 tók Vilhjálmur þátt á Landsmóti á Eiðum, fyrst var haldin undankeppni fyrir mótið og komst hann áfram í hástökki, langstökki og þrístökki. Hann keppti reyndar bara í þrístökki og setti íslandsmet í drengjaflokki. Hann hafði alltaf stokkið á hægri fæti en hitti þarna á vinstri fótinn og setti þetta met. Þarna fann hann sína íþrótt sem hann stundaði eftir þetta en tók samt alltaf þátt í íþróttalífi skólans.