Munur á milli breytinga „Arreboe Clausen“

Knattspyrnufélagið Fram var stofnað vorið 1908 af nokkrum piltum úr miðbæ Reykjavíkur. Arreboe var í hópi stofnfélaganna og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var til dæmis formaður félagsins um skamma hríð á árinu 1910 og svo aftur 1911-13 og 1917-19. Hann var gerður að heiðursfélaga Fram á fjörutíu ára afmæli félagsins.
 
Arreboe var fastamaður í keppnisliði Fram um árabil. Hann tók til dæmis þátt í fyrsta opinbera leik félagsins, sem var stuttur sýningarleikur við vígslu [[Melavöllur|Melavallarins]] 17. júní 1911 og keppti á [[Úrvalsdeild_1912|fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu]] árið eftir. Hann varð margoft Íslands- og Reykjavíkurmeistari með hinu sigursæla Framliði á öðrum áratugnum.
 
Á þessum árum var vinsælasta leikkerfi knattspyrnumanna 2-3-5, þar sem tveir varnarmenn áttu í höggi við fimm sóknarleikmenn andstæðinganna. Arreboe lék alla tíð sem varnarmaður. Einkennismerki hans var að hreinsa knöttinn frá með ógnarföstum spyrnum sem urðu víðfrægar. Reykvískir knattspyrnuáhugamenn töluðu um „Clausen-spörkin“. Var þeim einatt vel fagnað á Melavellinum og því meira sem spyrnurnar voru fastari og lengri.
Óskráður notandi