„Friðþjófur Thorsteinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Friðþjófur Thorsteinsson''' (28. ágúst 189513. apríl 1967) var íslenskur knattspyrnumaður, þjálfari og formaður [[Knattspyrnufélagið Fram...
 
Lína 4:
Friðþjófur var sonur athafnamannsins [[Pétur J. Thorsteinsson|Péturs J. Thorsteinssonar]] og [[Ásthildur Guðmundsdóttir|Ásthildar Guðmundsdóttur]]. Hann ólst upp í [[Kaupmannahöfn]] og [[Reykjavík]]. Á fyrrnefnda staðnum hóf hann að æfa knattspyrnu og náði þegar töluverðri færni. Meðal systkina Friðþjófs voru [[Gunnar Thorsteinsson|Gunnar]] sem gegndi um tíma formennsku í Fram og [[Samúel Thorsteinsson|Samúel]], einn fremsti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Þeir voru allir bræður listamannsins [[Muggur|Guðmundar „Muggs“ Thorsteinssonar]].
 
Í Reykjavík gekk hann til liðs við hið nýstofnaða knattspyrnufélag Fram og lét þegar til sín taka. Hann skoraði bæði mörk Framara í frægum sigri á Fótboltafélagi Reykjavíkur á [[landsmót_UMFÍ|landsmóti UMFÍ]] á [[Melavöllur|Melavellinum]], 17. júní 1911. Sú viðureign hefur oft verið talin fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn á Íslandi.
 
Friðþjófur hélt til verslunarnáms í [[Edinborg]] í [[Skotland|Skotlandi]] árið 1914 og dvaldi ytra í fjögur ár. Á þeim tíma mun hann hafa leikið knattspyrnu með áhugamannaflokki skoska stórliðsins [[Hibernian FC]].