„Trölladyngja (Reykjanesskaga)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Trölladyngja færð á Trölladyngja (Reykjanesi): Til að búa til aðgreiningarsíðu.
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Trölladyngja''' (275 m) er [[eldfjall]] á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]], nyrst í [[Núpshlíðarháls]]i. Rétt við hana er [[Grænadyngja]] (393 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Þær líkjast ekki [[gosdyngja|gosdyngjum]] þrátt fyrir nöfnin og eru það heldur ekki.
{{Hreingera}}
 
Nyrst í Núpshlíðarhálsi eru tvö eldfjöll sem nefnast Grænadyngja og Trölladyngja. Þær eru mjög áberandi þegar horft er frá Hafnarfirði, en það fjall sem mest ber á er að sjálfsögðu Keilir, en svo einkennilega vill til að Keilir er ekki innan Reykjanesfólkvangs.
Suðurhlíðar fjallanna þykja mjög litskrúðugar og er þar [[háhitasvæði]], Sogin. Báðar Dyngjurnar þykja athyglisverðar jarðfræðilega séð og eru þær mjög vinsælar til uppgöngu, enda er mjög auðvelt að ganga á þær. Trölladyngja er þó nokkuð klettótt að ofan. Af Dyngjunum er mjög gott útsýni.
 
Á Trölladyngjusvæðinu hafa verið boraðar tilraunaborholur. Áform voru um að virkja [[jarðhiti|jarðhitann]] þar en boranir gáfu ekki nógu góðan árangur.
 
[[Flokkur:Eldfjöll á Íslandi]]
[[Flokkur:Fjöll á Íslandi]]