„Kræklingur“: Munur á milli breytinga

Tegund af lindýri
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. mars 2006 kl. 21:27

Kræklingur (fræðiheiti: Mytilus edulis) er skelfiskur (samloka) af ætt sæskelja. Hann er algengur í fjörum á kaldtempruðum svæðum bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Kræklingur er etinn, bæði af mönnum og ýmsum öðrum dýrum, svo sem sæstjörnum. Hann er líka ræktaður til manneldis.

Kræklingur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Samlokur (Bivalvia)
Undirflokkur: Heterodonta
Ættbálkur: Mytiloida
Ætt: Sæskeljar (Mytilidae)
Undirætt: Mytilinae
Ættkvísl: Mytilus
Tegund:
M. edulis

Tvínefni
Mytilus edulis
L., 1758

Vegna eiturþörunga er kræklinganeysla hættuleg á þeim tímum ársins þegar sjór er hlýr og þörungablómi í hámarki. Almennt er ekki talið öruggt að tína krækling við Ísland frá því í maí og fram í desember. Vegna hættu á eitrun hefur Hafrannsóknarstofnun Íslands mælt magn eiturþörunga í kræklingi með reglubundnum hætti, og hægt er að nálgast niðurstöður á heimasíðu þeirra.

Tenglar

Snið:Líffræðistubbur