„Tívolíið í Kaupmannahöfn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 82.148.73.37 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Obersachsebot
Lína 7:
Carstensen og arkitektinn H.C. Stilling ([[1815]]-[[1891]]) teiknuðu Tívolíið í sameiningu. Uppbyggingin gekk fljótt fyrir sig. Smíðarnar hófust í maí árið 1843 og var opnað strax sama ár. Margar af byggingunum voru þó ekki fullbúnar fyrr en árið eftir.
 
Árið [[1856]] misstu svæðin herfræðilegan tilgang sinn og Tívolíið fékk nægt pláss til að vaxa. Vaxtarstefna Kaupmannahafnar hefur valdið því að Tívolíið er nú ekki utan við bæinn heldur staðsett í hjarta hans. Typpi
 
==Pantomimeleikhúsið==
Þegar fyrstu gestirnir spígsporuðu inn í Tívolíið árið [[1843]] sáu þeir Pantomimeleikhúsið standa vinstra megin, rétt innan við Tívolíhliðið. Tívolíið var úr viði og máluðu lérefti en entist illa og árið [[1874]] úrskurðuðu verkfræðingarnir að rífa þyrfti gamla Pantomimeleikhúsið og byggja nýtt. Leikhúsið var endurhannað af [[Vilhelm Dahlerup]] arkitekt, en hann hannaði einnig Konunglega Leikhúsið í Danmörku. [[Kína|Kínverskur]] stíll einkenndi endurhönnunina en Dahlerup skoðaði myndir af kínverskum byggingum og ráðfærði sig við verkfræðinga sem höfðu lært í Austurlöndum. Páfuglstjaldið, sem er eitt af einkennum Tívolíssins, var þó ekki hugmynd Dahlerups, heldur átti [[Bernhard Olsen]], þáverandi Tívolístjóri hana. Það þarf fimm manns til að loka og opna tjaldið.
Litasamsetningin, sem var endurskoðum á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar af Hans Hansen, er mjög þýðingarmikil. Hansen vildi að litasamsetningin fylgdi hinum kínversku hefðum að sem mestu leyti, en viðurkenndi þó að það væri auðvitað erfitt fyrir [[Evrópa|evrópskan]] arkitekt að setja sig inn í allan symbólismann sem austurlenskri hönnun fylgir. Rauði liturinn stendur fyrir yang (hið karlmannlega) og er mest áberandi. Litirnir grænn og blár standa fyrir yin (hið kvenlega) og eru áberandi á þverslám og þvíumlíku. Að lokum stendur guli liturinn sem oft hefur verið nefndur einkennislitur Kína fyrir hið kvenlega. Kvenlegu litirnir eru meira áberandi á ferhyrningslaga fletum á meðan karlmannlegu litirnir eru yfirleitt á kringlóttum fletum. typpi
 
Merking táknanna kínversku sem voru yfir sviðinu féllu í gleymsku en þýða „Gleðjist með fólkinu“. Hans Hansen leitaði að uppruna þeirra og fann út að orðin koma frá kínverska [[Heimspekingur|heimspekingnum]] Meng-Tse: „Hamingjan fæst með því að deila gleði sinni með fólkinu“.
 
==Tengill==