„Fremri-Emstruá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Fremri-Emstruá''' eða '''Syðri-Emstruá''' er jökulá sem kemur úr Entujökli, skriðjökli sem gengur norðvestur úr [[Mýrdalsjökull|Mýrdal...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. apríl 2010 kl. 19:29

Fremri-Emstruá eða Syðri-Emstruá er jökulá sem kemur úr Entujökli, skriðjökli sem gengur norðvestur úr Mýrdalsjökli, og fellur í Markarfljót. Áin, sem er um 5 km löng, skilur á milli Almenninga og Emstra. Hún er mjög straumhörð og erfið yfirferðar og stundum koma jökulhlaup í hana. Eitt slíkt tók af göngubrú á ánni árið 1988 en hún var síðan endurbyggð á öðrum stað.

Áin fellur lengst af í þröngu og hrikalegu gili, sem er sérlega tilkomumikið þar sem það mætir Markarfljótsgljúfri. Göngubrúin er niðri í gljúfrinu. Mjög bratt er niður að henni en hægt að hafa keðju til stuðnings.