„ISO 4217“: Munur á milli breytinga

alþjóðlegur staðall fyrir kóðun gjaldmiðla
Efni eytt Efni bætt við
Halfdan (spjall | framlög)
m Þýðing frá ensku. Bæti við meira á eftir.
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 4. mars 2006 kl. 22:46

ISO 4217 er alþjóðlegur staðall sem fyrirskipar þriggja stafa kóðum til að skilgreina nöfn gjaldmiðla og er gefinn út af Alþjóðlegu staðalsamtökunum. ISO 4217 kóðar eru í almennri notkun af bönkum og kaupsýslu yfir allan heim. Í mörgum löndum eru kóðar algengra gjaldmiðla svo vel þekktir að þegar gengi þeirra eru birt, í blöðum og af bönkum, er einungis notast við þessa kóða (í stað þess að þýða nöfn þeirra eða notast við tvíræð gjaldeyrismerki).

Fyrstu tveir stafir kóðans eru tveir stafir ISO 3166-1 (alpha-2) landsnúmeranna, og sá þriðji er yfirleitt fyrsti stafur gjaldmiðilsins sjálfs. Þannig að gjaldmiðilskóði Japans er, til dæmis, JPY — þar sem JP stendur fyrir Japan og Y fyrir jen (enska: yen). Þetta kemur í veg fyrir vandamál sem stafar af því að nöfnin dollar, franki og pund eru notuð af tugum landa, og hafa oft gríðarlega misjöfn verðgildi. Einnig, ef að gjaldmiðill er endurmetinn, er síðasta staf gjaldmiðilskóðanum breytt til að greina hann frá gamla gjaldmiðlinum. Í sumum tilfellum notast þriðji stafurinn við fyrsti stafinn í orðinu „nýr“ í tungumáli þess lands sem að gjaldmiðillinn heyrir til. Sem dæmi um þetta er Mexíkanski pesetinn (MXN) og Tyrkneska líran (TRY).

Einnig skilgreinir þessi staðall þriggja tölustafa talnakóða fyrir hvern gjaldmiðil, á sama veg og til er þriggja stafa talnakóði fyrir hvert land sem hluti af ISO 3166.

ISO 4217 inniheldur kóða fyrir ekki bara fyrir gjaldmiðla, heldur einnig verðmæta málma (gull, silfur, palladín og platína; mælt samkvæmt troyes únsu einingum) og aðrar einingar, eins og til dæmis Sérstök dráttarréttindi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (XDR). Einnig eru sérstakir kóðar úthlutaðir fyrir prófanir (XTS), og til að gefa til kynna að engin gjaldmiðilsfærsla hafi átt stað (XXX). Þessi tákn byrja öll á stafinum „X“. Verðmætir málmar notast við „X“ ásamt efnatákni málmsins; silfur er sem dæmi XAG. ISO 3166 úthlutar aldrei landakóða sem byrja á „X“ og er þess vegna óhætt að nota þann staf fyrir gjaldmiðla sem ekki eru tengdir ákveðnum löndum.

Yfirþjóðlegir gjaldmiðlar, eins og til dæmis Austur-Karabískur dollar, CFP Franki, og CFA Frankarnir (BEAC og BCEAO) eru yfirleitt einnig úthlutað kóðum sem byrja á „X“. Evran er undantekning á þessu og notast við kóðann EUR, þó að EU sé ekki ISO 3166-1 landakóði, var það notað þrátt fyrir það, og því EU bætt inn á ISO 3166-1 hliðarlista til að standa fyrir Evrópusambandið. Undanfari evrunar, Evrópska mynteiningin, hafði kóðann XEU.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.