„Kleppsspítali“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gdh (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Gdh (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kleppsspítali''' er [[geðspítali]] sem [[Landspítali - Háskólasjúkrahús]] rekur. Kleppsspítali er einnig nefndur í daglegu máli '''Kleppur'''.
 
Fyrstu lög um Kleppsspítala voru nr. 33/1905, samþykkt af [[konungur|konungi]] þann [[20. október]] [[1905]] (frumvarp um stofnun Kleppsspítala var þó innlent fyrirbæri) og var spítalinn opnaður árið [[1907]]. Kleppsspítali var fyrsta sjúkrastofnunin sem var reist og rekin alfarið af [[Landsjóður|landsjóði]]. Markmið stofnunarinnar var að létta miklum vanda af heimilum geðsjúkra og búa geðsjúkum mannsæmandi aðbúnað og gæslu, frekar en að stunda eiginlegar lækningar. Upprunalega var pláss fyrir 50 sjúklinga, og þurftu aðstandendur að borga með sjúklingum, ýmist 50 aura eða 1 krónu á dag, eftir aðstæðum. Yfirstjórn spítalans samanstóð af [[landlæknir|landlækni]] og aðila sem stjórnarráðið skipaði. <!-- Já, stjórnarráðið, segja heimildirnar. -->
 
Sem fyrr segir var vandi geðsjúkra og aðstandaenda þeirra mikill á þeim tíma er Kleppsspítali var stofnaður. Einnig var farið illa með geðsjúka og lífsskilyrði þeirra voru enganveginn á við þau sem heilbrigðir höfðu. Árið [[1901]] var gerð úttekt á hversu margir væru geðsjúkir í landinu (samkvæmt þess tíma skilgreiningu) og reyndust þeir 133, þar af 124 sem voru á sveit. Árið [[1880]] reyndust geðsjúkir vera 81, var því um mikla fjölgun að ræða á þessum rúmu tveimur áratugum.