„Lüneburg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
|-----
|}
'''Lüneburg''' ([[lágþýska]]: ''Lümborg'') er gömul Hansaborg í þýska sambandslandinu [[Neðra-Saxland]]i og er með 72 þúsþúsund íbúa.
 
[[Mynd:Sint Lüneburg.jpg|thumb|300px|Salthöfnin og pakkhús í Lüneburg]]
Lína 34:
 
== Orðsifjar ==
Borgin hét Luneburg [[965]] og Luniburc [[956]]. Orðið er dregið af germanska orðinu ''Hliuni'', sem merkir [[var]] eða ''skjól'' (sbr. ''hlé'' á íslensku). Þar með er sennilega meint hæðin sem borgin stendur við. <ref>Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 175.</ref> Síðan [[2007]] er opinbert heiti borgarinnar '''Hansestadt Lüneburg'''.
 
== Söguágrip ==
 
=== Hansaborgin ===
Á svæðinu bjuggu áður fyrr [[langbarðar]]. Bærinn sjálfur myndaðist ekki fyrr en á [[8. öldin|8. öld]] og kemur heitið fyrst fyrir [[956]] í skjali [[Otto I (HRR)|Ottos I]] konungs [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkisins]]. Bærinn stóð við mikilvægar saltnámur. Þrátt fyrir það stóð hann lengi vel í skugga nágrannabæjarins Bardowick. En [[1189]] fór Hinrik ljón í herferð gegn Bardowick og eyddi bænum. Samtímis veitti hann Lüneburg borgarréttindi. Strax á [[13. öldin|13. öld]] gekk Lüneburg í [[Hansasambandið]] og verslaði með [[salt]]. Saltið var notað til að salta [[síld]] frá [[Noregur|Noregi]] og [[Eystrasalt]]i. Sökum mikilvægi saltsins varð borgin brátt auðug. Saltið var geymt í Saltgeymslunum í Lübeck og kallaðist leiðin þangað Gamla saltleiðin (''Alte Salzstrasse''). [[1398]] var Strecknitz-skipaskurðurinn opnaður og var saltið þá sett í pramma og því siglt til Lübeck. Síðla á [[13. öldin|13. öld]] varð Lüneburg að eigið furstadæmi. En [[1371]] gerðu borgararnir uppreisn og vísuðu furstanum úr borginni. Þeir eyddu auk þess virkinu Kalkberg og sömuleiðis nálægu klaustri. Lüneburg varð þar með að fríborg og hélst sá status allt til [[1637]].
 
=== Nýrri tímar ===
Um miðja [[16. öldin|16. öld]] lagði Hansasambandið upp laupana. Á svipuðum tíma varð aflabrestur í Eystrasaltssíldinni. Við það missti Lüneburg saltviðskiptin. Almenn fátækt varð afleiðingin og borgin féll í andvaraleysi næstu aldir. [[1810]] innlimuðu [[Frakkland|Frakkar]] borgina. En eftir hrakfarir [[Napoleon Bonaparte|Napoleons]] í [[Rússland]]i veturinn [[1812]]-[[1813|13]] gerðu borgarbúar uppreisn gegn erlendu valdstjórninni og hröktu Frakka úr borginni. [[1. apríl]] 1813 hertók franskur her borgina, enda var þar engin her til varnar. En strax daginn eftir náðu sameinaðir prússar og Rússar að sigra Frakka og frelsa borgina. Þetta var fyrsti ósigur Frakka á þýskri grundu eftir hrakfarirnar í Rússlandi. Eftir þetta komst aftur ró á borgina, sem varla kom við sögu í styrjöldum sögunnar. Hún slapp einnig við allar loftárásir [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjaldarinnar síðari]]. [[Bretland|Bretar]] hertóku borgina átakalaust við stríðslok og fluttu þangað [[Heinrich Himmler]] sem fanga. [[23. maí]] [[1945]] framdi hann þó sjálfsmorð í borginni með því að gleypa blásýruhylki. Í [[september]] sama ár fóru Bergen-Belsen-réttarhöldin fram í borginni, en þar voru 45 manns ákærðir fyrir stríðsglæpi. Margir þeirra voru dæmdir til dauða, aðrir í fangelsisvist. Þetta voru fyrstu stríðsréttarhöldin eftir stríð í Þýskalandi, enda fóru þau fram áður en hin þekktu [[Nürnberg-réttarhöldin]] hófust. [[1970]] var byrjað að gera upp gömlu húsin í borginni, eftir að tekist hafði að hindra að yfirvöld rifu gamla miðbæinn. Eftir það er Lüneburg vinsæl ferðamannaborg. [[1989]] var háskólinn Universität Lüneburg stofnaður.
 
== Þjóðsaga ==
Lína 49 ⟶ 48:
 
== Viðburðir ==
'''Lunatic Festival''' er heiti á tónlistarhátíð í Lüneburg sem stúdentar við háskólann hleyptu af stokkunum [[2003]]. Hátíðin er haldin í [[júní]] og eru þá haldnir útitónleikar í mismunandi tónlistarstefnum. Samfara þessu hafa stúdentar skipulagt alls konar hliðarstarfsemi í hátíðinni, sem þykir vera öll til fyrirmyndar. [[2008]] hlaut hátíð þessi fyrstu verðlaun fyrir vel heppnaða framtakssemi og fyrirmyndarskipulagningu. Í dag er skipulagning hátíðarinnar orðin hluti af námi háskólans á ýmsum sviðum (s.s.svo sem listum, almannakynningu, tækni, fjármálum og fleira).
 
== Byggingar og kennileiti ==
Lína 58 ⟶ 57:
* Ráðhúsið er gríðarlega falleg bygging úr hvítum sandsteini. Á þakinu trónir hár, svartur turn.
 
== GalleríMyndasafn ==
<center>
<gallery>
Lína 69 ⟶ 68:
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
<references />
 
== Heimildir ==