„Sandra Bullock“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Selmam93 (spjall | framlög)
Lína 16:
 
==Æska==
Sandra Annatte Bullock fæddist í Arlington í [[Virginía|Virginíu]] og er dóttur Helgu D. Meyer (1942-2000), [[Þýskaland|þýskrar]] óperusöngkonu og raddþjálfara, og John W. Bullock (fæddur 1925), raddþjálfara og forstjóra frá [[Alabama]]. Móðurfaðir Söndru var geimskutlufræðingu frá Þýskalandi. Sandra bjó í Nuremberg (í Þýskalandi) þar til hún varð 12 ára, þar söng hún óperukór fyrir börn. Hún fór reglulega með móður sinni í óperuferðalög og bjó í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum stóran hluta æsku sinnar. Hún talar reiprennandi [[þýska|þýsku]]. Bullock lærði ballet og sönglist þegar hún var barn, og tók lítinn þátt í óperuuppfærlsum móður sinnar. Bullock á systur, Gesine Bullock-Prado (fædd 1970).
 
Sandra gekk í Washington-Lee menntaskólann þar sem hún var klappstýra og tók þátt í leikritum á vegum skólans og var með fótboltastrák. Hún útskrifaðist 1982 og fór þá í East Carolina háskólann í [[Greenville]] í [[Karólína|Karólínu]]. Hún hætti í skólanum á síðasta árinu, vorið 1986, þegar hún átti aðeins þrjár einingar eftir, til að reyna að koma sér upp leiklistarferli. Hún flutti til [[Manhattan]] til að komast í áheyrnaprufur og hélt sér uppi með hinum ýmsu störfum (barþjónn, gengilbeina og fl.)
 
Bullock kláraði seinna einingarnar sína í East Carolina háskólanum.
 
==Ferill==