„Wilhelmshaven“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: de:Wilhelmshaven
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
|-----
|}
'''Wilhelmshaven''' er hafnarborg í þýska sambandslandinu [[Neðra-Saxland]]i með 81 þúsþúsund íbúa. Hún er stærsta borg héraðsins Austur-Fríslands og er vestasta hafnarborg [[Þýskaland]]s. Wilhelmshaven hefur verið mikilvægasta herskipahöfn Þýskalands við Norðursjó.
 
== Lega ==
Lína 31:
 
== Skjaldarmerki ==
[[Skjaldarmerki]] Wilhelmshaven sýnir hermann gamla tímans, klæddan í rauðu á gulum grunni. Hermaðurinn er frísi, en borgin er í Austur-Fríslandi. Litir borgarinnar eru gulur og rauður. Merki þetta er upprunnið á [[Miðaldir|miðöldum]], en var formlega tekið upp í borginni [[1949]].
 
== Orðsifjar ==
Lína 38:
== Söguágrip ==
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 102-05597, Wilhelmshaven, Zerstörer der Wolf-Klasse.jpg|thumb|Fjögur herskip í smíðum. Mynd frá 1928.]]
Upphaflega bjuggu frísar á landsvæðinu. En síðustu aldir átti stórhertogadæmið Aldinborg landið í kring. [[1853]] keypti [[Prússland]] landið allt af Aldinborg í þeim tilgangi að mynda höfn við Norðursjó. Fram að þessum tíma voru prússar ekki með neina hafnaraðstöðu við Norðursjó. Höfnin sjálf var ekki byggð fyrr en [[1856]] og upp úr því myndaðist bærinn. Höfnin var loks vígð 1869 að viðstöddum Vilhjálmi I konungi Prússlands. Honum til heiðurs fékk byggðin heitið Wilhelmshaven. Aðeins tveimur árum síðar varð Prússland að keisararíki. Vilhjálmur I ákvað þá að nota Wilhelmshaven sem herskipahöfn og hefur hún verið það síðan með hléum. [[1873]] fékk Wilhelmshaven loks borgarréttindi. Höfnin var einnig mikið notuð til siglinga í þýsku nýlendurnar í [[Afríka|Afríku]] og víðar. Um aldamótin [[1900]] voru herskip smíðuð í höfninni. Til að smíða betri og stærri herskip var höfnin stækkuð umtalsvert. Við lok [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjaldarinnar fyrri]] voru 20 þúsþúsund manns í vinnu við skipasmíðarnar, þar á meðal konur. Eftir stríð var reynt að nota Wilhelmshaven sem fiskihöfn, en sú tilraun mistókst sökum lítillar eftirspurnar eftir fiski á þessum árum. Þess í stað var aftur byrjað á því að smíða skip, ekki síst herskip. [[Nasismi|Nasistar]] héldu því áfram og stækkuðu höfnina enn frekar. [[1939]] fór íbúatalan í fyrsta sinn yfir 100 þús und(náði þá 113 þúsþúsund). Síðan þá hefur hún dalað aftur. Í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]] varð borgin fyrir töluverðum loftárásum sökum þess hve mikilvæg herskipahöfn hún var. Borgin varð alls fyrir 100 loftárásum og eyðilagðist 60% hennar. [[6. maí]] [[1945]] hertóku pólskar herdeildir borgina, en þær voru í stríðinu staðsettar í [[Skotland]]i. Stuttu seinna skiluðu þeir [[Bretland|Bretum]] borgina, enda lá hún á hernámssvæði þeirra. Bretar tóku til við að eyða herskipahöfninni og sprengdu skipasmíðastöðvarnar, hafnaraðstöðurnar og önnur hernaðarmannvirki. Aðeins lítill hluti hafnarinnar var eftir skilin sem átti að þjóna héraðinu sem flutninga- og fiskihöfn. [[1956]] varð borgin herskipahöfn á ný og er sú eina í Þýskalandi í dag við Norðursjó.
 
== Viðburðir ==
'''Hafnarhátíðin''' (''Wochenende an der Jade'') er þjóðhátíð borgarinnar og hefur verið haldin árlega síðan [[1950]], yfirleitt fyrstu helgi í [[júlí]]. Hátíðin er með breytilegu þema sem gjarnan laðar að fólk úr nágrannalöndunum. Í upphafi var hátíðin eingöngu haldin við höfnina, en hefur verið að dreifast um borgina síðustu áratugi. [[1999]] sóttu 385 þúsþúsund gestir hátíðina, en það var þá metaðsókn. Hátíðin er aldrei eins, en yfirleitt sigla stór seglskip inn í höfnina, herskipalægið er opið almenningi, farið er í skrúðgöngu, sett eru upp leiktæki og flóamarkaðir, fornbílar mæta á staðinn og í lokin er flugeldasýning.
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
Lína 50:
* '''Ráðhúsið í Wilhelmshaven''' er einkennisbygging borgarinnar. Það var reist [[1927]]-[[1929|29]]. Turninn er 50 metra hár. Á honum er vatnstankur fyrir drykkjarvatn hverfisins.
* '''Arngastvitinn''' stendur á örlítilli eyju eða skeri mitt í Jadeflóanun. Eyjan var stærri áður, en hvarf að mestu í stormflóðum. Vitinn var reistur [[1909]]-[[1910|10]] til að lóðsa skip. Hann er 36 metra hár og 8½ metra í þvermál og þykir með fallegri vitum Þýskalands. [[2003]] var hann settur á minjavernd og friðaður. Hann er enn í notkun í dag.
* '''Störtebeker-garðurinn''' er leik- og lærdómsgarður í norðurhluta Wilhelmshaven og er 20 þúsþúsund m² stór. Byrjað var að byggja leiktæki og annað [[1990]] af nefnd sem hafði það að markmiði að minnka atvinnuleysi. Garðurinn er sérstaklega hannaður fyrir börn og fatlaða. Störtebeker-garðurinn er nefndur eftir [[Klaus Störtebeker]] (um [[1360]]-[[1401]]), frægasta sjóræningja Þýskalands.
 
== Heimildir ==