„E. E. Evans-Pritchard“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asdisel (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Asdisel (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Edward Evan Evans-Pritchard''' (21. september 1902 - 11. september 1973) var breskur [[mannfræðingur]] og átti sinn þátt í því að þróa [[félagsmannfræði]] í Bretlandi. Hann var prófessor við Oxfordháskóla og kenndi þar mannfræði á árunum 1946-1970.
 
Evans-Pritchard fæddist í Sussex á Englandi og nam við London School of Economics. Þar komst hann í kynni við hugmyndir mannfræðingsins [[Bronislaw Malinowski]] sem m.a. var talsmaður þess sjónarhorns að rökhyggja byggi að baki því hvernig samfélög manna væru uppbyggð.
Lína 7:
Hann gerði síðar vettvangsrannsókn meðal [[Nuer]] manna í Afríku og gaf út bókina ''The Nuer'' árið 1940 sem telja má til þekktustu verka mannfræðinga 20. aldar. Í ''The Nuer'' kom fram áhugi hans á pólitísku skipulagi, uppbyggingu og hugsunarhætti fólksins sem hann rannsakaði.
 
Meðal samstarfsmanna Evans-Pritchard við Oxfordháskóla voru [[A. R. Radcliffe-Brown]] og [[Meyer Fortes]], einnig [[mannfræðingar]]. Saman gáfu þeir út bókina ''African Political Systems'' þar sem þeir gerðu tilraun til að flokka afrísk stjórnkerfi í tvo hópa: með eða án miðstýrðs stjórnkerfis. Evans-Pritchard og Fortes höfðu báðir gert vettvangsrannsókn meðal hópa með liðskipt ættarkerfi og höfðu áhuga á því hvernig stjórnmál gengu fyrir sig í samfélögum án miðstýrðs stjórnkerfis.