„Wolfsburg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
|}
[[Mynd:VW Wolfsburg.JPG|thumb|Hluti af Volkswagen verksmiðjunum]]
'''Wolfsburg''' er borg í þýska sambandslandinu [[Neðra-Saxland]]i og er með 120 þúsþúsund íbúa. Hún er helst þekkt fyrir [[Volkswagen]] verksmiðjurnar stóru sem framleiddi VW bjölluna. Borgin var gagngert mynduð fyrir starfsfólk verksmiðjanna um miðja [[20. öldin]]a.
 
== Lega ==
Lína 38:
== Söguágrip ==
[[Mynd:1000000th beatle.jpg|thumb|Milljónasta VW bjallan er gullslegin]]
Wolfsburg er ein yngsta borgin í [[Þýskaland]]i. Upphaflega voru kastalavirkin tvö, Wolfsburg (kom fyrst við skjöl [[1302]]) og Neuhaus (kom fyrst við skjöl [[1371]]). Einhver þorp mynduðust við þessi virki, en þau voru ekki sameinuð fyrr en [[1938]] þegar hinar stóru Volkswagen verksmiðjur voru stofnaðar við Mittellandkanal, skipaskurðinn mikla. Ástæðan fyrir sameininguna var sú að skapa þéttbýli og fá vinnufólk í verksmiðjurnar. Aðeins 7sjö árum seinna, [[1945]], urðu verksmiðjurnar fyrir loftárásum bandamanna og skemmdust talsvert. [[Bretland|Bretar]] hertóku þær og það litla þéttbýli sem þegar hafði myndast. Þeir breyttu þá heiti sveitarfélagsins opinberlega í Wolfsburg, eftir gamla kastalavirkinu. Skjótt var bílaframleiðslunni áframhaldið, en þar voru hinar geysivinsælu VW bjöllur framleiddar. Til stóð að flytja framleiðslutækin burt, en breski hernámsstjórinn kom í veg fyrir það með því að láta verksmiðjurnar framleiða bíla fyrir [[England]]. [[1951]] var Wolfsburg splittað úr sveitarfélaginu Gifhorn og fékk eigin borgarréttindi. Þar með varð Wolfsburg að einni yngstu borg Þýskalands. [[1955]] kom milljónasta bjallan af færibandinu. [[1972]] varð breyting á sveitarfélögum, þannig að 20 þorp voru innlimuð í Wolfsburg, sem við það varð að stórborg með yfir 100 þúsþúsund íbúa. [[2003]] var framleiðslu á bjöllunni hætt, en framleiðsla á öðrum Volkswagen tegundum tók við.
 
== Íþróttir ==
Lína 48:
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Schloss Wolfsburg Sued-West.JPG|thumb|Wolfsburg-kastalinn]]
* '''Wolfsburg''' er gamla kastalavirkið sem borgin er nefnd eftir. Það kemur fyrst við skjöl 1302 sem miðaldavirki, en var breytt í kastala í endurrreisnarstíl á seinni öldum. [[1961]] eignast borgin kastalann. [[2002]] var haldin mikil hátíð í kastalanum í tilefni af 700 afmæli staðarins. Í dag er kastalinn safn. Þar er að finna sögusafn kastalans, málaverkasafn, listasafn, ljósmyndasafn, keramíksafn og veitingastaður. Auk þess eru ýmsir viðburðir haldnir árlega við kastalann, t.d.til dæmis riddarakeppni.
* '''Neuhaus''' virkið er gamalt vatnavirki í gamla borgarhlutanum Neuhaus. Það kemur fyrst við skjöl 1371 og var til skamms tíma eign von Bartensleben-ættarinnar (eins og Wolfsburg). Í virkinu voru hermenn allt til miðju [[16. öldin|16. aldar]], en varð þar eftir aðsetur hertoga. [[1372]] var háð mikil orrusta milli Magnúsar hins yngra von Bartensleben og herliðs hertogans frá Brúnsvík, sem endaði hvorugum í hag. [[1552]] var hart barist á ný við virkið er Vollrad greifi von Mansfeld réðist á virkið. Hann var fulltrúi mótmælenda í trúarstríðinu á miðri 16. öld, en virkisherrann var enn kaþólskur. Vollrad greifi notaði fallbyssur, en virkið stóðst áhlaupið. [[1981]] eignaðist borgin virkið. Þar eru til húsa ýmis félög, s.s.svo sem dansfélag, safn, barnaheimili, íþróttasalur, aðstaða fyrir listamenn og margt annað.
* '''Fallersleben-kastalinn''' er enn einn kastali í eða við Wolfsburg. Hann er þó yngri en hinir, reistur [[1520]]-[[1551|51]], en þó hafði verið annar kastali á staðnum áður. Á þeim tíma var mikið síki í kringum kastalann, en það er nú horfið. Það var hertoginn Franz von Braunschweig und Lüneburg sem lét reisa hann. Á [[19. öldin|19. öld]] var kastalanum breytt í ríkisskrifstofur. Þar voru þá ráðhús, dómssalur og fjármáladeild. [[1991]] var kastalanum breytt í safn fyrir skáldið Hoffmann von Fallersleben, sem fæddist í honum 1798.
 
== Heimildir ==