„Beint lýðræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Alger óþarfi að eyða þessum kafla, þótt það hafi þurft að endurskrifa hann
Lína 1:
'''Beint lýðræði''' er form [[lýðræði]]s þar sem vald til [[stjórnmál]]aákvarðana er falið [[almenningur|almenningi]] á [[þing]]i þar sem [[kosningar|kosið]] er um þær. Andstæðan við beint lýðræði er [[fulltrúalýðræði]]. Í því tilviki kýs almenningur þingmenn sem sitja á þingi í [[umboð]]i þeirra. Innan ramma fulltrúalýðræðis rúmast þó dæmi um notkun beins lýðræðis; til að mynda notkun [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslna]].
 
Megin rökin gegn beinu lýðræði við almenna afgreiðslu og setningu laga, jafnvel í fámennu ríki eins og til dæmis [[Ísland]]i, eru þau að í fyrsta lagi gæfist ekki tími til þess að hver og einn fengi að tjá sig um efnið;<ref>Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er lýðræði?“. Vísindavefurinn 27.2.2009. http://visindavefur.is/?id=16021. (Skoðað 1.4.2010).</ref> í öðru lagi snúast lög í mörgum tilvikum um flókin úrlausnarefni sem krefjast sérþekkingar og í slíkum tilvikum gætu kjósendur almennt ekki verið nægilega vel upplýstir um viðfangsefnið;<ref>Guðmundur Hálfdanarson. „Er fulltrúalýðræði hentugasta stjórnarfyrirkomulagið?“. Vísindavefurinn 7.3.2000. http://visindavefur.is/?id=188. (Skoðað 1.4.2010).</ref><ref>Guðbrandur Örn Arnarson, [http://visindavefur.hi.is/article.php?id=21 „Upplýsingatækni og beint lýðræði“]</ref> loks er engin trygging fyrir því að heildaryfirsýn yrði yfir lagasetningu, í einu tilviki gætu lög sem ykju útgjöld ríkisins verið samþykkt og því næst væru [[skattur|skattar]] lækkaðir. Niðurstaðan yrði þá sú að kostnaður ríkisins ykjist á sama tíma og tekjur lækkuðu og afleiðingin sú að ríkissjóður væri rekinn með tapi.
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Tenglar ==
* {{Vísindavefurinn|16021|Hvað er lýðræði?}}
* {{Vísindavefurinn|188|Er fulltrúalýðræði hentugasta stjórnarfyrirkomulagið?}}
 
[[Flokkur:Stjórnmál]]