„Svartidauði á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Holbein-death.png|right]]
'''[[Svarti dauði]]''' var mjög skæð [[farsótt]], sem talin er hafa borist til [[Íslands]] [[vor]]ið [[1402]] með farmanninum ''Hval-Einari Herjólfssyni'', sem tók land í [[Maríuhöfn á Hálsnesi]] í [[Hvalfjörður|Hvalfirði]]. Hann sigldi líklega frá [[England]]i, en þar er vitað af veikinni árið [[1401]]. Þangað kom ''Óli Svarthöfðason prestur'' í [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]] til fundar við Einar. Hann veiktist fljótt og dó í Hvalfirði eftir skamman tíma. Lík hans var flutt til [[Skálholt]]s til greftrundar. Síðan breiddist veikin hratt út um landið. Í Árbókum [[Jón Espólín|Espólíns]]s segir: „Þar kom út í klæði — að því er sumir sögðu — svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til heitið var þremur lofmessum með sæmilegu bænahaldi og ljósbruna, þurraföstu fyrir Kyndilmessu og vatnsföstu fyrir jólin; ennfremur Saltarasöngum, Maríusöngum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa skrín Guðmundar hins góða. Er síðan mælt að flestir næðu að skriftast áður en dóu“.
 
Svarti dauði gekk um landið á árunum [[1402]]-[[1403]] og var mjög skæður. Á sumum bæjum dó hver einasti maður og sagt er jafnvel að heilar sveitir hafi eyðst; til dæmis er sagt að í [[Aðalvík]] og [[Grunnavík]] hafi aðeins lifað eftir tvö ungmenni. Prestum var sérlega hætt við að smitast, þar sem þeir vitjuðu oft dauðvona fólks og veittu því skriftir, og er sagt að aðeins hafi lifað eftir þrír prestar á öllu Norðurlandi og auk þess einn munkur og þrír djáknar á [[Þingeyraklaustur|Þingeyrum]]; aðrir vígðir menn dóu í plágunni.