Munur á milli breytinga „Svartidauði á Íslandi“

ekkert breytingarágrip
Pestin felldi fjórðung til helming fólks á mörgum stöðum en ekki er vitað hve margir létust. Hún gekk um alla Evrópu á árunum [[1348]]-[[1350]] en barst þó ekki til Íslands, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til Íslands þau tvö ár sem pestin geisaði á Norðurlöndum og í Englandi. Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið. Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki [[messuvín]].
 
Pestin kom aftur upp rétt eftir aldamótin 1400 á Ítalíu og breiddist út til ýmissa landa en varð þó líklega hvergi viðlíka faraldur og á Íslandi. Sagt er að veikin hafi borist hingaðtil landsins vorið 1402 með farmanninum Hval-Einari Herjólfssyni, sem kom út í [[Hvalfjörður|Hvalfirði]], líklega frá Englandi, en þar er vitað af veikinni árið 1401. Þangað kom Óli Svarthöfðason prestur í Odda til fundar við Einar. Hann veiktist fljótt og dó í Hvalfirði eftir skamman tíma. Lík hans var flutt til Skálholts til greftrundar. Síðan breiddist veikin hratt út um landið. Í Árbókum Espólíns segir: »Þar„Þar kom út í klæði — að því er sumir sögðu — svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til heitið var þremur lofmessum með sæmilegu bænahaldi og ljósbruna, þurraföstu fyrir Kyndilmessu og vatnsföstu fyrir jólin; ennfremur Saltarasöngum, Maríusöngum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa skrín Guðmundar hins góða. Er síðan mælt að flestir næðu að skriftast áður en dóu«dóu“.
 
Svarti dauði gekk um landið á árunum [[1402]]-[[1403]] og var mjög skæðskæður. Á sumum bæjum dó hver einasti maður og sagt er jafnvel að heilar sveitir hafi eyðst; til dæmis er sagt að í [[Aðalvík]] og [[Grunnavík]] hafi aðeins lifað eftir tvö ungmenni. Prestum var sérlega hætt við að smitast, þar sem þeir vitjuðu oft dauðvona fólks og veittu því skriftir, og er sagt að aðeins hafi lifað eftir þrír prestar á öllu Norðurlandi, og auk þess einn munkur og þrír djáknar á [[Þingeyraklaustur|Þingeyrum]]; aðrir vígðir menn dóu í plágunni.
 
Ekki er vitað hve margir dóu í Svartadauða á Íslandi; sumir segja allt að tveir þriðju allra landsmanna hafi fallið í valinn en fræðimenn hafa notað fjölda eyðibýla nokkrum áratugum eftir pláguna til að geta þess til að um helmingsfækkun hafi orðið. Heilar fjölskyldur og jafnvel ættir dóu og mikil tilfærsla varð á eignum, sumir erfðu stóreignir eftir fjarskylda ættingja og gat stundum verið erfitt að finna réttu erfingjana, þegar óvíst var í hvaða röð fólk hafði dáið. Kirkjan eignaðist líka fjölda jarða því að fólk hét á kirkjur og dýrlinga og gaf stórfé sér til sáluhjálpar. Verðmæti jarðeigna hrapaði þó á sama tíma því fjölmargar jarðir lögðust í eyði og leiguverð lækkaði. Mikill skortur var á vinnuafli eftir pláguna og liðu margir áratugir þar til fór að rætast úr því ástandi. Þetta kom ekki síst niður á sjósókn og varð til þess að minna aflaðist af fiski, sem var helsta útflutningsvara Íslendinga.