„Nimzóindversk vörn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
'''Leníngrad afbrigðið''' hlaut nafn sitt vegna þess að afbrigðið var aðallega þróað af skákmönnum frá [[Leníngrad]] svo sem [[Boris Spassky]]. Aðallínan er eftirfarandi: 4...h6 5.Bh4 c5 6.d5 d6 7.e3 Bxc3+ 8.bxc3 e5, þar sem svartur hefur náð upp miðborðshindrun ekki ólíkri þeirri sem kemur upp í Hübner afbrigðinu (1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rc3 Bb4 4.e3 c5 5.Bd3 Rc6 6.Rf3 Bxc3 7.bxc3 d6) en munurinn er sá að svartreita biskup hvíts er utan við peðakeðjuna. Leppurinn á f6 kemur svörtum oft mjög illa og leikur hann oft hinum háværa ...g7-g5 til þess að losa leppinn og koma einnig í veg fyrir útþenslu hvítu peðakeðjunnar á f4. Þessi leikur veikir svörtu kóngsstöðuna til muna svo hann á það til að hrókera ekki heldur labba með kónginn til d8 og þaðan á c7 reitinn. Athyglisverður sjötti leikur svarts er einnig 6...b5 sem naut nokkurra vinsælda skömmu eftir að [[Mikhail Tal]] gjörsigraði Spassky með leiknum í [[Tallinn]], [[1973]].
====Kmoch afbrigðið, 4.f3====
Þetta afbrigði hefur ekkert ákveðið nafn en er yfirleitt kallað '''4.f3 afbrigðið'''. Það hefur einnig hlotið nöfnin '''Gheorghiu afbrigðið''', nefnt af [[Gligoric]] sem tefldi það oft snemma á ferlinum og sigraði meira að segja [[Bobby Fisher|Fischer]] með því, '''Shirov afbrigðið''', eftir [[Alexei Shirov]] sem beitti því með ágætum árangri undir lok 20. aldar áður en hann tapaði þremur skákum í röð með afbrigðinu og notaði það ekki framar. Hugmyndin er sú að ná völdum á e4-reitnum strax í byrjun en því fylgir seinkun á liðsskipan. Helsta svar svarts er 4...d5 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 c5 7.cxd5 Rxd5, þegar upp kemur staða sem einnig fæst úr Sämisch afbrigðinu. Pressa svarts á c3 og d4 neyðir hvítan til að leika 8.dxc5 til þess að opna upp stöðuna fyrir biskupaparið. Hvítur mun fylgja eftir með e4 og svartur með ...e5 til þess að varnast því að e- og f-peð hvíts nái völdum yfir of stórum hluta miðborðsins. Önnur leið fyrir svartan er að leika 4...c5 þar sem hvítur leikur 5.d5 til þess að halda miðborðspeðunum sínum saman og ná upp einskonar [[Benoni vörn|benoni]] stöðu. Þar eru helstu framhöldin 5...b5, 5...O-O, 5...Bxc3+ og 5...Rh5. 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 sem breytist í Sämisch afbrigðið hér að neðan.
====Sämisch afbrigðið, 4.a3====
====Fianchetto afbrigðið, 4.g3====