„Aðalráður ráðlausi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:EthelUn.jpg|thumb|right|Aðalráður ráðlausi.]]
'''Aðalráður ráðlausi''' ([[enska]]: ''Æthelred the Unready'', [[fornenska]]: ''Æthelred unræd'', um [[968]] – [[23. apríl]] [[1016]]) var konungur [[England]]s á árunum [[978]] til [[1013]] og aftur frá [[1014]] til dauðadags.
 
Aðalráður var sonur [[Játgeir friðsami|Játgeirs friðsama]] og Álfþrúðar konu hans. Hann varð konungur þegar hálfbróðir hans, [[Játvarður píslarvottur]], var myrtur [[18. mars]] [[978]]. Það voru menn móður hans sem myrtu Játvarð en sjálfur var Aðalráður aðeins um 10 ára að aldri og hefur varla átt beinan þátt í verkinu. Morðið varð þó til þess að gera hann óvinsælan þegar í upphafi valdaferils hans, ekki síst þar sem bróðir hans var fljótt talinn helgur maður og varð seinna [[dýrlingur]].