„Skeiðahreppur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Solnes (spjall | framlög)
m leiðrétti notkun hvor sínum megin
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Skeiðahreppur''' var [[sveitarfélag]] í [[Árnessýsla|Árnessýslu]] sem sameiðaðist [[Gnúpverjahreppur|Gnúpverjahreppi]] árið [[9. júní]] [[2002]] og mynduðu þau [[Skeiða- og Gnúpverjahreppur|Skeiða- og Gnúpverjahrepp]].
 
Skeiðahreppur er marflatur enda mótaður af bæði [[Þjórsá]] og [[Hvítá (Árnessýslu)|Hvítá]] sem renna hvor sínum megin við sveitina. Minnsta bil milli ánna er 8 kílómetrar nokkuð sunnarlega í sveitinni. Allra syðst nær [[Þjórsárhraun]]ið yfir landið. Nyrst setur [[Vörðufell]] mikinn svip á landið þar sem það rís um 300 metra yfir landið. Vörðufellið sjálft er 391 m hátt og í dalverpi nokkru er Úlfljótsvatn; stærsta vatn sveitarinnar. Milli Hvítár og Vörðufells eru Höfðaveitur, en þær eru á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar. Eru veiturnar nú stærsta votlendi sveitarinnar, eftir að stórt landssvæði var ræst fram um á 20. öld.
 
Sveitin er mikið [[Landbúnaður|landbúnaðarsvæði]] og er þar allmikil [[mjólkurframleiðsla]], sem og [[hrossarækt]]. Ekki er hreppurinn mikill [[sauðfjárrækt]]arhreppur en þó eru [[Reykjaréttir]] með elstu varðveittu hlöðnu [[rétt]]um á [[Ísland]]i.