„Möðruvellir (Hörgárdal)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Bætti við tenglum.
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Kirkjusaga ==
{{Aðalgrein|Möðruvallaklaustur}}
Árið [[1296]] var stofnað á Möðruvöllum [[Klaustur á Íslandi|munkaklaustur]] af [[Ágústínusarregla|Ágústínusarreglu]]. [[Jörundur Þorsteinsson]] Hólabiskup kom [[Möðruvallaklaustur|klaustrinu]] á fót þar sem Hólabiskup væri ábóti þess en príor stjórnaði klausturlifnaði og ráðsmaður annast fjármál. Hann lagði klaustrinu til mikið fé og lét byggja þar kirkju um [[1302]]. Hún brann árið [[1316]] og klaustrið einnig, kirkjuskrúði og kirkjuklukkur.
 
Klaustur stóð með nokkrum hléum á Möðruvöllum allt til [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskipta]]. Kirkja mun hafa verið á Möðruvöllum frá því á söguöld, og líklega staðið á sama stað allan tímann. Kirkjan er oft kennd við klaustrið, en staðurinn var eðlilega nefndur [[Möðruvallaklaustur]] og kirkjan Möðruvallaklausturskirkja.
Lína 9 ⟶ 10:
Kirkja sú sem nú stendur á Möðruvöllum var reist á árunum 1865-1867 eftir kirkjubrunann [[1865]] og var hún þá stærsta timburkirkja landsins. Í kirkjunni er margt fagurra muna sem henni hafa verið gefnir.
 
Við kirkjunar eru tveir kirkjugarðar: Hinn eldri og nýjinýi. Sá eldri afmarkast af snyrtilegum grjótgarði að sunnan og norðan, en timburgirðingu að austan og vestan. Að framanverðu er yfirbyggt sáluhlið sem setur mikinn svip á staðinn og í það er skorið og málað 7. vers úr 2. [[Passíusálmarnir |passíusálmi]].
 
Í eldri kirkjugarðinum hvíla margir þjóðkunnir menn, sem setið hafa staðinn eða búið í sveitinni. Má nefna að í suðaustri frá kirkjunni er elsti legsteinninn, en undir honum hvílir klausturhaldarinn, [[Lárus Hansson Scheving]] og kona hans en hann lést árið 1722. Þarna eru einnig leiði þriggja [[Amtmaður|amtmanna]], þeirra [[Stefán Thorarensen|Stefáns Thorarensen]] (d. 1823), [[Bjarni Thorarensen|Bjarna Thorarensen]] skálds (d. 1841) og [[Pétur Hafstein (amtmaður)|Péturs Hafstein]] (d. 1875). Norðvestur af kirkjunni er leiði [[Grímur Jónsson|Gríms Jónssonar]] amtmanns (d. 1849) og norðan við kirkjuna er [[Ólafur Davíðsson]] náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari (d. 1903) grafinn ásamt foreldrum sínum. [[Davíð Stefánsson]] skáld frá Fagraskógi (d. 1964) hvílir við hlið foreldra sinna í norðaustri frá kirkjunni og við austurgafl kirkjunnar er kirkjusmiðurinn [[Þorsteinn Daníelsson]] frá [[Skipalón]]i (d. 1882) jarðsettur. Fyrir kirkjudyrum, lítið eitt norðanvið gangveginn er legsteinn séra [[Jón Jónsson lærði|Jóns Jónssonar lærða]] (d. 1846) merks prests sem kenndur var við Möðrufell en endaði prestþjónustu sína á Möðruvöllum.
Lína 27 ⟶ 28:
Árið 1880 var stofnaður [[Gagnfræðaskóli|gagnfræðaskóli]] á Möðruvöllum, sem var undanfari [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólans á Akureyri]] og eru afmæli M.A. miðuð við stofnun Möðruvallaskóla. Á tímum skólans bjuggu á Möðruvöllum margir merkismenn sem unnu mikilvægt brautryðjendastarf í skólamálum og á sviði náttúruvísinda.
 
Möðruvallaskóli var þó einungis starfræktur í 22 ár því þegar skólahúsið brann árið [[1902]], var skólinn fluttur til Akureyrar og hét fyrst Gagnfræðiskóli Akureyrar en varð seinna að menntaskóla, þeim fyrsta sem stofnaður var á eftir [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]]. Einu sýnilegu minjar skólans sem eftir eru á Möðruvöllum er s.k. Leikhús sem nú hefur verið komið í upprunarlegt horf.
 
== Náttúrufræðisaga ==
 
Á tímum Möðruvallakóla störfuðu þar merkir náttúrufræðingar, m.a. [[Þorvaldur Thoroddsen]] sem efnaði þar í fyrstu Íslandslýsinguna, [[Stefán Stefánsson (skólameistari)|Stefán Stefánsson]], sem skrifaði þar fyrstu ''Flóru Íslands'' og Ólafur Davíðsson, náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari. Hinn þjóðkunni alfræðingur og náttúrufræðingur, [[Steindór Steindórsson frá Hlöðum|Steindór Steindórsson]] fæddist á Möðrvöllum 1902 en móðir hans starfaði þar sem ráðskona. Enn í dag er á Möðruvöllum unnið að náttúrufræðirannsóknum á vegum [[Landbúnaðarháskóli Íslands|Landbúnaðarháskóla Íslands]] en frá 1974 hefur verið rekin þar tilraunstöð í landbúnaði sem áður var til húsa á [[Akureyri]]. Upphaflega var tilraunastöðin stofnuð af Ræktunarfélagi Norðurlands árið 1904. Einn af aðalhvatamönnum og stofnendum Ræktunarfélagsins og tilraunastöðvarinnar var Stefán Stefánsson á Möðruvöllum.
 
[[Mynd: Bjarni Vigfusson Thorarensen portrait by Auguste Mayer.jpg|thumb|right|200px|[[Bjarni Thorarensen|Bjarni Vigfússon Thorarensen]] var amtmaður fyrir [[Norður- og Austuramt|Norður- og Austuramt]] að Möðruvöllum í Hörgárdal. Bjarni var gott skáld og einn helsti boðberi rómantísku stefnunnar á Íslandi. Málverk af Bjarna frá 1839 eftir Auguste Meyer.]]
Lína 42 ⟶ 43:
 
Brunasaga Möðruvalla er landsfræg. Vitað er um klausturbyggingu þó ummerki hennar séu nú hvergi sjáanleg, en fræg er sagan af
klausturbrunanum 1316 er munkarnir áttu að hafa komið ölvaðir úr [[Gásir|Gásakaupstað]] og farið óvarlega með eld. [[Davíð Stefánsson]] frá Fagraskógi gerði sér þetta að yrkisefni í leikritinu ''Munkarnir á Möðruvöllum''. Árið [[1712]] brunnu til grunna öll hús staðarins nema kirkjan. Amtmannsstofan brann árið [[1826]] og var þá [[Baldvin Einarsson]] nær brunninn inni. Þá var byggt amtmannssetur úr dönskum tígulsteini sem var gjöf [[Friðrik 6. Danakonungur|Friðriks 6. Danakonungur]] Danakonungs og var húsið því nefnt Friðriksgáfa en það brann síðan [[1874]] og lagðist þá amtmannssetur af á Möðruvöllum. Af Friðriksgáfu hafa þó varðveist góðar teikningar þannig að vitað er hvernig hún leit út. Árið [[1865]] brann kirkjan og varð litlu bjargað, nema hvað [[Arngrímur Gíslason málari|Arngrímur Gíslason]] listmálari bjargaði altaristöflunni og mun hann hafa notað hana sem fyrirmynd að altaristöflum í aðrar kirkjur. Skólahúsið á Möðruvöllum, sem byggt var úr brunasteininum úr Friðriksgáfu, brann síðan árið [[1902]].
 
Leikhúsið, sem einnig var byggt á tímum Möðruvallaskóla sem leikfimihús og pakkhús, slapp við brunann og stendur að hluta til enn. Eftir brunann keypti Stefán Stefánsson skólameistari múrsteininn og notaði í fjósbyggingu sem enn er uppistandandi, svonefnt Stefánsfjós. En ekki er brunasögu staðarins lokið, því 1937 brennur á Nunnuhóli, koti ofarlega í Möðruvallatúni og síðar sama ár brann íbúðarhús staðarins.