„Möðruvallaklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Möðruvallaklaustur''' var munka[[klaustur]] af [[Ágústínusarregla|Ágústínusarreglu]] sem stofnað var á [[Möðruvellir (Hörgárdal)|Möðruvöllum]] í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]], líklega [[1295]] en hugsanlega þó [[1296]], og var þar til siðaskipta.
 
[[Jörundur Þorsteinsson]] [[Hólabiskupar|Hólabiskup]] kom klaustrinu á fót eins og [[Reynistaðarklaustur|Reynistaðarklaustri]] um svipað leyti og skyldi Hólabiskup vera [[ábóti]] þess en [[príor]] stjórna klausturlifnaði og ráðsmaður annast fjármál. Biskup lagði klaustrinu til mikið fé og lét byggja þar kirkju um [[1302]]. Hún brann árið [[1316]] og klaustrið einnig, allur kirkjuskrúði og kirkjuklukkur. Ekki var klaustrið byggt upp að sinni, heldur lét [[Auðunn rauði]] Hólabiskup munkana verða presta í ýmsum sóknum eða tók þá heim til Hóla, en allar tekjur af klaustrinu gengu til Hólastaðar. Einn munkanna, Ingimundur Skútuson, fór til Noregs og gekk í klaustrið á [[Helgisetur|Helgisetri]].