„Ragnarök“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bg:Рагнарьок; kosmetiske ændringer
Lína 20:
:áður veröld steypist."
 
Úlfurinn sem eltir sólinna nær henni og gleypir, sá er elti tunglið nær því einnig, stjörnurnar hverfa af himni. Jörðin öll skelfur, svo fjöll brotna og tré rifna upp með rótum, allir fjötrar og öll bönd slitna svo [[Fenrisúlfur]] losnar. Hafið ræðst á landið og við það fer [[Miðgarðsormur]] í jötunham og skríður upp á land þar sem hann blæs eitri yfir loft og öll vötn. [[FernrisúlfurFenrisúlfur]] opnar skoltinn sem er svo ógurlegur að efri kjafturinn er við himinn og sá neðri liggur við jörðina, eldur brennur úr augum hans og nösum. Þeir bræður fara hlið við hlið. Í öllum þessum látum rifnar himininn og [[Múspellssynir]] ríða inn með [[Surtur|Surt]] fremstan en á undan honum er mikill eldur, en þegar þeir synir ætla yfir [[Bifröst (norræn goðafræði)|Bifröst]] brotnar brúin, eins og fyrir var spáð, fara þeir því á völl þann er [[Vígríður]] heitir en þar eru [[Loki]] ásamt öllum óvinum ása [[Hrymur|Hrymi]], skipstjóra [[Naglfari|Naglfara]], og [[Hrímþursar]]nir komnir. Stuttu á eftir [[Múspellssynir|Múspellssonum]] koma [[Miðgarðsormur]] og [[Fernrisúlfur]].
[[Heimdallur]] blæs í [[Gjallarhorn]] og vekur [[goð]]in, [[Óðinn]] ríður til [[Mímisbrunnur|Mímisbrunnar]] og fær ráð hjá [[Mímir|Mími]]. [[Æsir]] gera sig tilbúna til orustu og ganga fram á völlinn. [[Óðinn]] fer fremstur með gullhjálm og spjót sitt [[Gungni]] og stefnir hann til móts við [[Fenrisúlfur|Fenrisúlf]] sem tekur sig til og gleypir [[Óðinn|Óðin]]. Við hlið [[Óðinn|Óðins]] fer [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] og berst hann við [[Miðgarðsormur|Miðgarðsorm]] sem hlýtur bana, sjálfur deyr Þór vegna eiturs sem ormurinn blæs á hann. [[Freyr (goð)|Freyr]] berst við [[Surt]] og verður Surtur honum að bana. Hundurinn [[Garmur]] er þá orðin laus og berst [[Týr]] við hann, báðir falla. [[Víðar (norræn goðafræði)|Víðar]] berst svo við [[Fenrisúlfur|Fenrisúlf]] og stígur í gin hans með skó þeim sem hann tekið hefur hann allar aldir að smíða, með annarri hendi tekur hann í efri kjaft úlfsins og rífur í hann í sundur. [[Surtur]] slær eldi yfir jörðina og brennir allan heiminn.