Munur á milli breytinga „Eiríkur klipping“

m
ekkert breytingarágrip
m (Lagaði tengil.)
m
Eiríkur var elsti sonur [[Kristófer 1.|Kristófers 1.]] og konu hans [[Margrét Sambiria|Margrétar Sambiria]]. Hann var hylltur sem konungur þegar hann var barn að aldri en ekki krýndur og þegar faðir hans dó var hann aðeins um tíu ára gamall. Því var ákveðið að móðir hans skyldi stýra landinu í hans nafni þar til hann yrði fullveðja. Margrét mátti hafa sig alla við til að halda hásætinu fyrir son sinn því að þau mæðgin áttu ýmsa andstæðinga, svo sem Eirík hertoga af [[Slésvík]], son [[Abel Valdimarsson|Abels]] konungs (bróður Kristófers), greifana í [[Holtsetaland]]i og Jakob Erlandsen erkibiskup. Jaromar fursti af [[Rügen]] notaði tækifærið, gerði bandalag við Eirík Abelsson og réðist inn í [[Sjáland]]. Margrét kvaddi upp her og snerist til varnar en tapaði í orrustu við [[Ringsted]] [[1259]] og innrásarmenn náðu [[Kaupmannahöfn]] og héldu áfram ránsferðum um Sjáland. Jaromar var þó drepinn af konu nokkurri eftir að hafa banað manni hennar og Vindarnir hurfu þá úr landi.
 
Eiríkur hertogi taldi að staða ekkjudrottningarinnar hefði veikst við þetta og hóf uppreisn en lið Margrétar sigraði her hans á [[Jótland]]i. Valdimar náði þó vopnum sínum að nýju og [[28. júlí]] [[1261]] töpuðu Margrét og Eiríkur í bardaga, voru tekin til fanga og höfð í haldi í [[Hamborg]]. Margréti tókst þó að fá sig lausa en Eiríki var ekki sleppt fyrr en hann varð fullveðja 15 ára, [[1364]], og þá hugsanlega gegn því að heita [[Agnes af Brandenborg|Agnesi af Brandenborg]] eiginorði, en hún var þá sjö ára. Hann fór svo heim og tók við krúnunni að nafninu til en móðir hans stýrði ríkinu þó í raun í mörg ár enn. Eiríkur giftist svo Agnesi [[1273]].
 
Árið [[1272]] dó Eiríkur hertogi af Slésvík og lét eftir sig ung börn. Eiríkur konungur fékk forsjá þeirra og um leið yfirráð yfir öllu Jótlandi. Tveimur árum síðar var Jakob erkibiskup drepinn á heimleið frá [[Róm]] og þar með voru tveir helstu óvinir konungsins úr sögunni. Eiríkur dróst þess í stað inn í valdaátök og stríð í Svíþjóð. Hernaðurinn þar varð kostnaðarsamur og til að borga fyrir hann greip Eiríkur meðal annars til þess að láta klippa utan af myntinni svo að peningarnir urðu kantaðir en ekki kringlóttir. Hugsanlegt er að hann hafi fengið viðurnefni sitt af þessu en ýmsar fleiri skýringar hafa þó verið settar fram. Hann þurfti líka að fá lán hjá kirkjunni.
7.517

breytingar