„Tyrkjaránið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bofs (spjall | framlög)
→‎Ræningjarnir: Bætti við og lagfærði upplýsingar um Hollendinginn Jan Janszoon
Lína 2:
'''Tyrkjaránið''' var atburður í [[Saga Íslands|sögu Íslands]] sem átti sér stað á fyrri helmingi [[17. öldin|17. aldar]] þegar [[sjórán|sjóræningjar]] rændu fólki í [[Grindavík]], [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og á [[Austfirðir|Austfjörðum]] og seldu í [[þrælahald|þrældóm]] í [[Barbaríið|Barbaríinu]]. Nokkuð af fólkinu var síðar [[lausnargjald|leyst út]] og tókst að snúa heim aftur og segja sögu sína. Þekktust þeirra eru [[Guðríður Símonardóttir]] ([[Tyrkja-Gudda]]), sem síðar giftist [[Hallgrímur Pétursson|Hallgrími Péturssyni]] og [[Halldór hertekni]] Jónsson, sem síðar varð [[lögréttumaður]] og bjó á [[Hvaleyri]] við [[Hafnarfjörður |Hafnarfjörð]].
 
== Ræningjarnir ==tippi
[[Jan Janszoon]] van Haarlem, var hollenskur sjóræningi í þjónustu veldis Ottómana sem aðmírállinn Murad Rais frá [[Alsír]]. Hann varð fyrsti landstjóri og stóraðmíráll borgríkisins [[Salè]] á strönd [[Marrokkó]], en höfnin þar var miðstöð sjóræningja sem herjuðu á nærliggjandi hafsvæði. Árið 1627 skipaði Janszoon dönskum þræl úr áhöfn sinni sem hafði komið til Íslands, að stýra skipi sínu þangað sem engum hafði áður dottið í hug að fremja sjórán.