„Búrfellsvirkjun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Lína 27:
| 270 MW
|}
Uppúr miðri síðustu öld voru „fossamálin“ aftur komin í umræðu og hafði hið svissneska fyrirtæki Alusuisse (í dag [[Rio Tinto Alcan]]) frumkvæði að samningaumleitunum. Þá var það stefna [[Viðreisnarstjórnin|Viðreisnarstjórnarinnar]] að styrkja íslenskt efnahagslíf og auka hagvöxt sem var farið að dala eftir uppgang eftirstríðsáranna og var stóriðja talin tryggja áhuga erlendra fjárfesta. Jafnframt voru möguleikar [[kjarnorka|kjarnorku]] sem ódýrs orkugjafa umtalaðir um þessar mundir og drógu margir þá ályktun að best væri að virkja á meðan enn væri eftirspurn eftir vatnsaflsvirkjunum.
 
Svokölluð stóriðjunefnd sá um rannsóknarvinnu og samskipti við erlend stórfyrirtæki og til greina kom að semja við franska og bandaríska aðila. Til þess að fjármagna framkvæmdina voru tekin lán hjá [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankanum]] sem krafðist sterks aðhalds og stöðugs eftirlits, í ljósi þess að ekki voru fordæmi fyrir viðlíka framkvæmdum á Íslandi.