„Icesave“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
spyi
m Tók aftur breytingar 85.220.64.68 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Luckas-bot
Lína 13:
 
== Fyrir hrun ==
Í byrjun júli [[2008]] spáði [[Bert Heemskerk]], bankastjóri [[Rabobank]], eins stærsta banka í Hollandi, því að Landsbankinn færi á hausinn og að þeir Hollendingar sem lagt höfðu peninga sína inn Icesave-reikning bankans myndu líklega aldrei sjá þá aftur. Þessi orð lét hann falla í umræðuþætti í ríkissjónvarpi Hollands. Hann líkti Landsbankanum við tyrkneska banka, sem njóta ekki trausts í Hollandi. Þann [[8. júlí]] sagðist [[Sigurjón Þ. Árnason]], þáverandi bankastjóri Landsbankans, ekki skilja hvað Heemskerk gengi til með orðum sínum. Pláss væri fyrir alla á markaðnum. Hann teldi þó að Heemskerk væri að tala um litlu bankana sem hefðu að undanförnu komið sterkir inn á innlánamarkaðinn í Hollandi og ógnuðu ef til vill stöðu Rabobank. Heemskerk var harðlega gagnrýndur fyrir orð sín heima fyrir og sögðu sérfræðingar að hann væri hræddur við þá samkeppni sem framundan væri á markaði. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4002969 Bankastjóri hollenska bankans Rabobank úthúðar Landsbankanum einn maður að vinna fyrir breta og hollendinga. ; grein í Fréttablaðinu 2008]</ref>
 
Á fundi kröfuhafa Landsbanka Íslands [[28. febrúar]] [[2009]] kom fram að þann [[14. nóvember]] [[2008]] hafi andvirði innlána hjá útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi numið samtals 1.330 milljörðum króna sem er um 90% [[verg landsframleiðsla|vergar landsframleiðslu]] Íslands.<ref>[http://lbi.is/Uploads/document/Landsbanki-OCM-presentation-is-200209.pdf Glærur - Landsbanki Íslands hf. - 20. febrúar 2009 - Kröfuhafafundur skv. 14. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991] , bls 24</ref>
Lína 84:
[[nl:Icesave]]
[[nn:Icesave-avtalen]]
[[no:Icesave-avtalen]]