„Knútur 6.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Innsigli Knúts 6., frá því um 1190. '''Knútur 6. Valdimarsson''' (stundum '''Knútur 4.''') (1163 - 12. nóvember 1202) va...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Knud den Sjettes segl.png|thumb|right|Innsigli Knúts 6., frá því um 1190.]]
'''Knútur 6. Valdimarsson''' (stundum '''Knútur 4.''') ([[1163]] - [[12. nóvember]] [[1202]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]] frá [[1182]] til dauðadags. Hann var sonur [[Valdimar mikli Knútsson|Valdimars mikla Knútssonar]] og konu hans Soffíu af Minsk og var krýndur sem meðkonungur föður síns þegar árið [[1170]]. Hann tók svo við þegar faðir hans lést en í raun var það [[Absalon erkibiskup]], vinur og fóstbróðir Valdimars, sem stýrði ríkinu framan af.
 
Knútur neitaði að gerast lénsmaður [[ Friðrik Barbarossa]] keisara og vegna átaka og óeiningar innan Þýskalands tókst honum að ná ítökum í [[Pommern]] og fá Bugislav hertoga þar til að viðurkenna yfirráð Dana. Eftir það kallaði hann sig konung [[Vindland|Vinda]] og þótt Danir misstu öll yfirráð yfir Pommern, [[Mecklenburg]] og öðrum löndum sunnan [[Eystrasalt]]s árið [[1225]] héldu Danakonungar áfram að kalla sig konunga Vinda fram á 20. öld.