„Ritmál“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ritmál''' er táknkerfi sem gerir mögulegt að varðveita talað mál og líkja eftir tungumáli[[tungumál]]i á sýnilegan hátt. Til að skilja ritað mál þá þarf að kunna eitthvað í því tungumáli sem ritmálið byggir á. Með ritmáli er hægt að skrásetja [[birgðahald]] og [[viðskipti]], sögulega [[Atburður|atburði]], lagabálka, [[Vísindi|vísindafróðleik]], helgisagnir og frásagnir af afreksverkum [[Þjóðhöfðingi|þjóðhöfðingja]]. Eingöngu hluti af þeim tungumálum sem töluð eru í heiminum eiga sérstakt ritmál. Ritmál breytist hægar en talmál.
 
== Saga ritmáls ==
Lína 5:
Upphaf ritmáls er rakið til svæðanna við austarvert Miðjarðarhaf og er elstu ummerki um fullkomið ritmál rakin til [[Súmerar|Súmera]] í [[Mesópótamía|Mesópótamíu]]. Þar hafa fundist leirmunir sem virðast hafa það hlutverk að auðvelda birgðahald. Upphaf ritaðs máls er oft í tengslum við viðskipti og skrásetningu á vörum. Varðveist hafa leirtöflur frá 4. árþúsundi fyrir Krists burð með ritmáli frá Súmerum. Þessar leirtöflur eru kallaðar [[fleygrúnir]] og þær eru elstu ummerki um ritmál. Fleygrúnir voru mótaðar með því að þrýsta tréfleygum í töflur úr votum leir sem síðan voru þurrkaðar í sól eða ofni. Elstu fleygrúnirnar geyma upplýsingar um fjölda kornsekkja og stærð nautgripahjarða í eigu mustera í [[Úrúk]].
 
[[Myndletur]] [[Egyptar|Egypta]] ([[híeróglýfur]], helgiskrift, guðaskrift) þróaðist á sama tíma og fleygrúnir Súmera. Það var notað til að skrá minnisverða viðburði og var fyrst höggvið í stein. Sjálfstæð þróun á letri virðist hafa orðið á fjórum stöðum, hjá Egyptum og Súmerum, hjá [[Kínverjar|Kínverjum]] og hjá [[Majar|Majum]] í Vesturheimi. Aðeins hafa varðveist fjórar bækur með ritmáli Maja.
 
Um 1500 f.Kr. hófu [[Fönikía|fönikískir]] kaupmenn og farmenn að rita hljóðtákn til að greiða fyrir viðskiptum. Letur þeirra þróaðist úr bæði egypska myndletrinu og fleygrúnum Súmera. [[Fönikíumenn]] skrifuðu eingöngu [[samhljóði|samhljóða]]. Lesendur urðu að geta sér til um samhljóða[[Sérhljóði|sérhljóða]]. Þegar letur Fönikíumanna barst til Grikklands[[Grikkland]]s á 7. eða 8. öld f. Kr. þá bættust [[sérhljóði|sérhljóðar]] í letrið. Tákn úr aramisku stafrófi voru látin tákna sérhljóð. Þar kom þá fram í fyrsta skipti ritmál þar sem hvert tákn stafrófsins svaraði aðeins til eins hljóðs. Gríska stafrófið barst til [[Ítalía|Ítalíu]] og þróaðist yfir í [[latínuletur|latínuletrið]] sem við notuð núna.
 
Germanskar þjóðir ristu [[rúnir]] í tré, einkum [[beyki]]. Þaðan mun orðið bók vera komið. Elstu dæmin um rúnir eru frá um 200 e. Kr. Rúnirnar voru skyldar latínuletrinu en þróuðust á sjálfstæðan hátt. Þegar norrænu þjóðirnar urðu kristnar leysti latínuletrið rúnaletrið af hólmi.
Lína 14:
Í upphafi hafa tákn verið skráð á leirtöflur, höggvin í steina eða rist á tré. Á 3. árþúsundi f.Kr. fara Egyptar að skrifa á [[papýrus]] sem unnin var úr stönglum hávaxins [[sef]]s sem óx á bökkum Nílar. Papýrus var vafinn upp í rollur eða stranga, líklega 6-10 metra langa og 25 sentimetra breiða. Papýrus entist í um 200 ár og það þurfti því sífellt að vera að endurskrifa það sem átti að varðveitast lengur. Leður (sútað skinn) var einnig notað í Egyptalandi og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. [[Bókfell]] (pergament) er ósútað skinn geita, sauða, svína eða kálfa. Það breiddist út á 3. öld f. Kr sem . Bókfell hafði þann kost fram yfir papýrus að skrifa mátti á það báðum megin.
 
[[Pappír]] er kínversk uppfinning. Talið er að Kínverjinn T'sai Lun hafi fundið upp pappír árið 105 e. Kr. Pappírsnotkun breiddist ört út í Kína, þar myndaðist miðstýrt skrifræðissamfélag þar sem sameiginlegt ritmál brúaði boðskiptabil milli þjóða sem töluðu ólík tungumál. Árið 751 barst kunnátta í [[pappírsgerð]] út fyrir Kína þegar kínverskir pappírsgerðarmenn voru teknir til fanga af arabískum hermönnum. Pappírsgerð hófst þá í [[Bagdad]] og [[Samarkland]] og voru [[baðmull]] og [[hör]]trefjar notaðar við framleiðsluna. Á [[12. öld]] berst pappírsgerðarlist með [[Márar|Márum]] til [[Spánn|Spánar]] og á [[14. öld]] var pappír orðinn útbreiddur í [[Evrópa|Evrópu]] og mun ódýrara efni til skrifta en bókfell.
== Heimildir ==