Munur á milli breytinga „Ritmál“

2 bætum bætt við ,  fyrir 14 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
'''Ritmál''' er táknkerfi sem gerir mögulegt að varðveita talað mál og líkja eftir tungumáli á sýnilegan hátt. Til að skilja ritað mál þá þarf að kunna eitthvað í því tungumáli sem ritmálið byggir á. Með ritmáli er hægt að skrásetja birgðahald og viðskipti, sögulega atburði, lagabálka, vísindafróðleik, helgisagnir og frásagnir af afreksverkum þjóðhöfðingja. Eingöngu hluti af þeim tungumálum sem töluð eru í heiminum eiga sérstakt ritmál. Ritmál breytist hægar en talmál.
 
== Saga ritmáls ==
 
[[Mynd:Ritmal-Cuneiform_tablet_-_Kirkor_Minassian_collection_-_Library_of_Congress.jpg|thumb|left|200 px|Fleygrúnir frá um 2400 BC]]
Upphaf ritmáls er rakið til svæðanna við austarvert Miðjarðarhaf og er elstu ummerki um fullkomið ritmál rakin til [[Súmerar|Súmera]] í [[Mesópótamía|Mesópótamíu]]. Þar hafa fundist leirmunir sem virðast hafa það hlutverk að auðvelda birgðahald. Upphaf ritaðs máls er oft í tengslum við viðskipti og skrásetningu á vörum. Varðveist hafa leirtöflur frá 4. árþúsundi fyrir Krists burð með ritmáli frá Súmerum. Þessar leirtöflur eru kallaðar [[fleygrúnir]] og þær eru elstu ummerki um ritmál. Fleygrúnir voru mótaðar með því að þrýsta tréfleygum í töflur úr votum leir sem síðan voru þurrkaðar í sól eða ofni. Elstu fleygrúnirnar geyma upplýsingar um fjölda kornsekkja og stærð nautgripahjarða í eigu mustera í [[Úrúk]].