Munur á milli breytinga „Ritmál“

3 bætum bætt við ,  fyrir 14 árum
ekkert breytingarágrip
 
 
[[Mynd:Ritmal-Cuneiform_tablet_-_Kirkor_Minassian_collection_-_Library_of_Congress.jpg|thumb|left|200 px|Fleygrúnir frá um 2400 BC]]
Upphaf ritmáls er rakið til svæðanna við austarvert Miðjarðarhaf og er elstu ummerki um fullkomið ritmál rakin til [[Súmerar|Súmera]] í [[MesapótamíaMesópótamía|MesapótamíuMesópótamíu]]. Þar hafa fundist leirmunir sem virðast hafa það hlutverk að auðvelda birgðahald. Upphaf ritaðs máls er oft í tengslum við viðskipti og skrásetningu á vörum. Varðveist hafa leirtöflur frá 4. árþúsundi fyrir Krists burð með ritmáli frá Súmerum. Þessar leirtöflur eru kallaðar [[fleygrúnir]] og þær eru elstu ummerki um ritmál. Fleygrúnir voru mótaðar með því að þrýsta tréfleygum í töflur úr votum leir sem síðan voru þurrkaðar í sól eða ofni. Elstu fleygrúnirnar geyma upplýsingar um fjölda kornsekkja og stærð nautgripahjarða í eigu mustera í [[Úrúk]].
 
[[Myndletur]] Egypta ([[híeroglýfurhíeróglýfur]], helgiskrift, guðaskrift) þróaðist á sama tíma og fleygrúnir Súmera. Það var notað til að skrá minnisverða viðburði og var fyrst höggvið í stein. Sjálfstæð þróun á letri virðist hafa orðið á fjórum stöðum, hjá Egyptum og Súmerum, hjá Kínverjum og hjá [[Majar|Majum]] í Vesturheimi. Aðeins hafa varðveist fjórar bækur með ritmáli Maja.
 
Um 1500 f.Kr. hófu fönikískir kaupmenn og farmenn að rita hljóðtákn til að greiða fyrir viðskiptum. Letur þeirra þróaðist úr bæði egypska myndletrinu og fleygrúnum Súmera. [[Fönikíumenn]] skrifuðu eingöngu [[samhljóði|samhljóða]]. Lesendur urðu að geta sér til um samhljóða. Þegar letur Fönikíumanna barst til Grikklands á 7. eða 8. öld f. Kr. þá bættust [[sérhljóði|sérhljóðar]] í letrið. Tákn úr aramisku stafrófi voru látin tákna sérhljóð. Þar kom þá fram í fyrsta skipti ritmál þar sem hvert tákn stafrófsins svaraði aðeins til eins hljóðs. Gríska stafrófið barst til Ítalíu og þróaðist yfir í [[latínuletur|latínuletrið]] sem við notuð núna.
== Heimildir ==
* {{bókaheimild|höfundur=Þorbjörn Broddason|titill=Ritlist, prentlist, nýmiðlar |útgefandi= Háskólaútgáfan| ár=2005|ISBN 9979-54-657-3}}
* {{Enwikiheimild|History of Writingwriting|19. febrúar|2006}}
* {{Enwikiheimild|Writing Systemsystem|19. febrúar|2006}}
15.626

breytingar